21.5.2007 | 22:44
Letin...
...ku vera ein af dauðasyndunum sjö, en þær voru uppdiktaðar af munkgreyi einhvern tíma minnir mig á 3. eða 4. öld. Hef ekki nent að blokka enda upptekinn af öðru.
Leiðinlegur tími svona eftir skemmtilegheitin fyrir kosningar. Helst hægt að skamma Steingrím og Vg fyrir að halda, aftur og en, að þau séu stærri flokkur og eftirsóknarverðari en þau eru. Það skýrir klúðrið nú, sem og afhverju þau "fokkuðu" upp R-listanum.
Kambsmál hin nýju efst á baugi. Hverjum er um að kenna? Hvað kusum við yfir okkur á síðustu árum? Það er ekki eins og kvótakerfið hafi skapað sig sjálft, en við kusum. Aldrei kaus ég framsókn, en þú?
Er Jón Sigurðsson að hætta? Who cares? Orðið ansi þreytt þetta framsóknardæmi. Hvenær ganga þau í hinn framsóknarflokkinn, þennan helbláa?
Og loksins hitti Geir sætustu stelpuna og meira að segja búinn að kyssa hana í fréttatímanum. Vonandi gerir hún engar rósir í kvöld. Hún gæti t.d. hringt í Steingrím á 3ja glasi og í Jón á því 4ða. Og þá er rjómatíkin á Þingvöllum fyrir bí. Hver veit? Lítið fjör á þessu bloggi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott að þú ert farinn að blogga aftur eftir stutt hlé Nóg hægt að skrifa um eftir kosningarnar. Ég er búin að skrifa talsvert um geimvísindi undanfarið, aðeins að hvíla mig á bókstafstrúarfólkinu
Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.5.2007 kl. 02:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.