Stefnuyfirlýsingin stjórnarinnar.

Stjórnin vill að fjármagn fylgi sjúklingi.  Var það ekki einmitt það sem skaðaði breska heilbrigðiskerfið svo, að nú telst það eitt það versta í heimi.  Einar Oddur vildi á sínum tíma bera það íslenska saman við það breska og sagði að það íslenska væri á við það besta sem þekktist í hinu breska!  Segir allt sem segja þarf um þekkingu íslenskra stjórnmálamanna á heilbrigðismálum (Einar er lykilmaður í þingflokki djélistans).

Kostnaðargreina á heilbrigðiskerfið.  Það er löngu búið að kostnaðargreina aðgerðir á Landspítanum.  Samt er nú ekkert tillit tekið þess í fjármögnun spítalans, enda hefur Sjálfstæðismaður setið í ráðuneyti fjármála og verður þar áfram.  Eða einsog Jón Baldvin sagði, Það gengur ekki að hafa dýralækni í fjármálaráðuneytinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

JÁ JÁ satt er það hafa dýralækni í fjármálaráðuneytinu.. bara böll átti að henda honum út úr þessari stjórn segi ég

               KV:Gulli Dóri .....................................................

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 23.5.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband