23.5.2007 | 21:42
Ótrúlegt...
...en það er svo sem ágætt, ef einhver trúir því að þessi stjórn komi til með að endurreisa velferðarkerfið! Það er aftur á móti ágætis útspil hjá Starfsgreinasambandinu að setja strax þrýsting á stjórnina í málinu. Nú verður verkalýðshreyfingin að taka stjórnina á hné sér og sjá til þess að unnið verði í málinu af alvöru og hratt og örugglega. Án þrýstings og forystu verkalýðshreyfingarinnar gerist ekkert. Hvernig er það með hagdeildina, ASÍ, gera starfsmenn verkalýðshreyfingarinnar hjá ASÍ ekkert annað en reikna og reikna. Það eina sem heyrist frá ASÍ nú orðið er hagtölur og spár. Á ekki ASÍ að vera í forystu í málefnum verkalýðshreyfingarinnar og annarra sem minna meiga sín, svo sem öryrkja og slíkra? Formaður ÖBÍ er kominn í fyrirsvar fyrir stefnu sem mun skerða kjör öryrkja í framtíðinni. Dæmi: Nú eiga öryrkjar með 75% skerta starfsorku að vinna 25% vinnu. Veit einhver um vinnuveitenda sem mun ráða öryrkja í vinnu 2 klst á dag? Það þarf einhver að hafa vit fyrir svona skýjaglópum og þá hlýtur að verða horft til verkalýðshreyfingarinnar
Eina vonin til að velferðarkerfið verði endurreist er að Verkalýðshreyfingin sýni frumkvæði og stýri gangi mála með þrýstingi á stjórnina. Annars gerist ekkert í málinu!
Starfsgreinasambandið býður samsarf við endurreisn velferðarkerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já vinur minn Auðun .er samála þig .það þarf að laga öbl. frá A til Ö.
þá fá þeir sem þurfa en þetta er ekki auðveld
KV:Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 23.5.2007 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.