24.5.2007 | 10:14
Skattamálin og lífeyrisþegarnir.
Prýðilegt að taka á sérstaklega á málum lágtekjufólks samkvæmt stefnuyfirlýsingunni. Skattamál okkar verða lagfærð sérstaklega með hækkun persónuafsláttar. Barnabætur til tekjulágra verða hækkaðar sérstaklega. Og síðan á að fara ofaní saumana á öllu skerðingafargani tryggingabóta. Allt horfir þetta til betri vegar, en Sjálfstæðismenn sitja á ríkiskassanum, svo róðurinn verður erfiður. Jóhanna Sigurðardóttir hefur þó sennliega bein í nefinu til að láta ekki hægriöfgamennina í stjórninni kúga sig. Hún er nú reyndar eini ráðherrann í stjórninni sem á traust mitt. Þegar ég skoðaði ráðherralistann í gær var hún sú eina sem mér fannst traustvekjandi, allavega fyrir okkur lágtekjufólkið. Ég vona svo að Íbúðalánasjóður verði henni ekki laus í hendi við frjálhyggjumennina. Íbúðalánasjóður er eina von margra til að komast í eigið húsnæði, þar sem talsvert mikill munur er á því hvernig greiðslumat er unnið þar og bönkunum. Bankarnir gera ráð fyrir mun hærri framfærslukostnaði en Íbúðlánasjóður. Þeir reikna m.a. með því að venjulegt fólk eyði 25.000-40.000 krónum á veitingahúsum á mánuði! O.s.frv.
En athygli vekur í yfirlýsingunni stefnan í skattamálum og barnabótum, svo og í málefnum aldraðar og öryrkja. Höfðu þá Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson rétt fyrir sér? Stefnuyfirlýsingin styður það allavega! Hvað segir Hannes H. um það?
Jákvæð viðbrögð við stefnuyfirlýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.