Hafa vit fyrir stjórn Strætó!

  Ellefu ára börn hafa greinilega betra vit á rekstri þessa "þjónustufyrirtækis" en meintir stjórnendur þess.  Þeir virðast sem sagt álíta, að verri þjónusta bæti reksturinn.  Því til sönnunar má benda á hið undarlega leiðakerfi sem innleitt var á sínum tíma.  Það er mun verra en það gamla, þar sem það tekur minna tillit til aðstöðu og þarfa notendanna, sbr. skiptistöðina í Ártúnsbrekku.  Og ekki er nú sumar áætlunin betri.  Ferðir á hálftíma fresti er nú varla til þess að bæta þjónustuna og fjölga þannig farþegum. Mér er til efs, að nokkur stjórnarmanna hafi reynslu af því að þurfa að nota strætó til langstíma til að komast til og frá vinnu eða í allar sínar útréttingar.  Til þess að stjórna þessu fyrirtæki þurfa stjórnendurnir að þekkja og hafa reynslu af þjónustu þess.  Það hafa börnin, en ekki stjórnendurnir.  Það er ljóst.  Þessa reynslu og þekkingu öðlast þeir ekki með því að skoða bókhaldið!
mbl.is „Kostnaður við strætósamgöngur myndi skila sér í umhverfis- og slysavernd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sæmundsson

Það er gaman að sjá að framtakið hjá krökkunum vekur viðbrögð. Þar sem málið er mér skillt gat ég ekki stilt mig um að senda inn eina færslu sem þú hefðir e.t.v. áhuga á að skoða.

Kjartan Sæmundsson, 26.5.2007 kl. 13:14

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Láta bara krakkana um þetta......þau nota strætó langmest

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.5.2007 kl. 23:04

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já hlustar á börnin meira og  þú veta þetta  

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 29.5.2007 kl. 19:17

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

það átti að koma þau meta þetta

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 29.5.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband