...úr pípulögn?

Svolítið merkilegt að sjá málflutning kaupsýslumannanna í þessu OR-máli.  Hvað var það sem hastaði svona mikið, að svína varð á löglegum og lýðræðislegum vinnubrögðum?  Það er náttúrulega hreint bull að stórviðskipti gangi með svona miklum ógnarhraða í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.  Samrunar og sameiningar stórfyrirtækja taka nú ekki svona skamman tíma!  Kannski skýringuna á hraðanum sé m.a. að finna á heimasíðu REI.  Þar telst nefnilega REI og  Geysir Green eigandi allra virkjana og mannvirkja OR og 48% hlutur í HS er líka kominn í eigu REI og Þar með Geysis Green.  Þá er sem sagt ekkert eftir af OR nema Orkuveituhúsið og pípulagnirnar í götum Reykjavíkur.  Og svo náttúrulega hlutabréf í áhættusæknu fyrirtæki með óvissa framtíð.  Það er áhyggjuefni að eigur OR skuli komnar í hendurnar á mönnum, sem nýlega ákváðu að fjárfesta fyrir 9,5 milljarðar á Filipsseyjum einu spilltasta ríki sem sögur fara af. Ég myndi ekki treysta svoleiðis mönnum fyrir tíkalli yfir götu!

Raunar minna vinnubrögðin við þessi viðskipti með eigur OR óþægilega á útdeilingu eigna Sovétríkanna til alskyns vafasamra pappíra í tíð fyllibyttunnar Jeltsíns.  Fyrir hvað er verið að smyrja peningum á ýmsa einstaklinga sem koma við sögu í viðskipunum og rekstri OR.  Er verið að kaupa eitthvað?  T.d. þögn?


mbl.is Grundvöllur fyrir höfðun dómsmáls til ógildingar eigendafundar í OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband