...úr pípulögn OR.

Meira af Orkuveitunni.  Í fréttum í gær er sagt frá klóaksflóði á Reykjavíkurflugvelli.  OR neitar að lagfæra bilun í frálagnakerfi á svæðinu, því liggur klóakvatnið  yfir svæðinu með öllu því innihaldi sem fylgir.  Viðbrögð Orkuveitustarfsmanna koma ekki á óvart þeim sem lent hafa í svipuðu.  Hér í Stórholti í Reykjavík myndaðist í sumar fall í malbikinu, ansi góð hola. Hér höfðu á síðasta ári staðið yfir framkvæmdir undir yfirumsjón starfsmanna OR.  Viðbrögð starfsmanna Orkuveitunnar sem talað var við voru þau að þetta væri mál húseigenda hér við götuna næst holunni.  Þetta væri þeirra mál og þeir ættu að láta lagfæra fallið.  Það hlyti að vera leki í skolplögn frá húsinu.  Gekk svo í nokkrar vikur, en á endanum lét framkvæmdasvið borgarinnar laga skemmdirnar í götunni.

Meira af framkvæmdunum á vegum OR.  Hér í götunni voru allar lagnir OR endurnýjaðar síðastliðið sumar.  M.a. var lögð ný kaldavatnslögn í öll hús.  Húsin hér í götunni eru tvískipt og áður var aðeins ein kaldavatnslögn fyrir hvert hús.  Nú voru lagðar tvær lagnir vegna tvískiptingar húsanna.  Þegar OR var beðin um að tengja kaldavatnslögnina við kaldavatnsdreifilögn hússins þeim megin þar sem ekki var inntak áður, þá tengdu starfsmenn OR hina nýju kaldavatnsinnlögn við næsta kaldavatnskrana í kjallaranum hér í húsinu.  Spurning hvort maður á að vera þakklátur fyrir að þeir tengdu ekki inná eldhúskranann.  Öll samskipti við OR hafa verið þannig að starfsmenn hafa svarað með hroka og yfirlæti, einsog lýsir sér í samskiptunum með holuna og klóakflóðið í fréttunum í gær.  Maður spyr sig hvort OR lítur ekki lengur á sig sem þjónustufyrirtæki í almannaeigu.  Fyrirtæki sem á að greiða úr málum neytenda þeirrar þjónustu sem OR selur okkur, einstaklingum og fyrirtækjum.  Í staðinn er komið fyrirtæki sem rúllar yfir neytendur og vill greinilega ekki þjónusta neytendur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband