8.10.2007 | 13:51
Ólöglegur gjörningur?
Hvaðan kom stjórn REI umboð til sameiningar við Geysir Green Energy? Frá ólöglegum fundi í stjórn OR? Er það ekki eitthvað nýtt að ákvarðanir teknar á ólöglegum fundum í fyrirtæjum eru látnar standa? Það hlýtur að vera krafan að samningum um sameininguna verði rift enda ólöglega til þeirra stofnað! Nema það verði þá viðtekin venja að stjórnarmenn geti tekið ákvarðanir um framtíð fyrirtækja borgarinnar á fundum sem hafa ekki meira vægi en kaffiboð hjá Siggu frænku! Þessi ólöglega boðaði fundur var nefnilega ekki hæfur til að taka ákvarðanir sem leiddu til sameiningarinnar. En borgarstjórnarmeirihlutinn(?) skilur það að sjálfsögðu ekki þannig heldur lætur ólöglegan gjörning standa!
Fundur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.