Ríkissjónvarpið og pólitíkin!

Áður hef ég fullyrt að RÚV sé hallt undir Sjálfstæðisflokkinn.  Það kom berlega í ljós í Kastljósi kvöldsins.  Hægri drengurinnn Sigmar reyndi hvað hann gat að sauma að oddvitum nýja meirihlutans og var á köflum ansi hvass.  Síðan kemur Vilhjálmur Þ. í viðtal þar sem tekið er á honum með þvílíkum silkihönskum og fær að blaðra með sína vitleysu fram og til baka á sínum forsendum.  Sérkennilegt drottningarviðtal!  Það hefði t.d. mátt fara ofaní saumana á því hvernig fyrri stjórnarmeirihluti taldi sig geta ráðskast með eigur borgaranna á löglausum fundum bakvið luktar dyr án umboðs, ef ég skil spurningu Umboðsmanns Alþingis rétt. Allaveg sér Umboðsmaður ástæðu til að spyrja um þetta atriði.  Og reyndar held ég að kjósendum hafi verið nóg boðið.  80% þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun á vísi.is vildu losna við Vilhjálm og þar með D-listann.

Sjálfstæðismenn tuða um að borgin eigi ekki að taka áhættu með skattfé borgaranna með því að taka þátt í áhætturekstri.  Á OR fyrirtæki borgaranna ekki hlut Enex fyrirtæki sem tekur þátt áhætturekstri  í útlöndum, m.a. í Kína.  Er ekki Landsvirkjun að hluta í eigu borgarinnar og í áhætturekstri.  Lekur ekki af þessu tækifærismennskan?

Svo má benda á að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bíða eftir öðru tækifæri að geta stungið Villa í bakið aftur og tekið hann af sem leiðtoga í borginni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband