12.10.2007 | 20:20
Spyrlar og álitsgjafar.
Byrja á spyrli Kastljóssins. Hvað er þessi kona að tjá sig um afstöðu VinstriGrænna til sameiningar OR og REI. Er ekki lágmarkskrafa að spyrlar fylgist með gangi mála (burt séð frá flokkspólitískri afstöðu þeirra), þannig að spurningar þeirra feli ekki í sér fáfræði+flokkspólitíska afstöðu. Þetta er konan sem fór svo mjúkum höndum um leiðtoga flokksins síns í Kastljósinu í gær, að Villi malaði einsog ketlingur í þættinum. Vg/Svandís tók ekki afstöðu til sameiningarinnar. Svandís efaðist um að stjórnarfundurinn væri löglega boðaður og hefur skotið því máli til dómstóla. Ég veit að búið er að háeffa RÚV en ég vissi ekki að búið væri aflétta öllum kröfum til starfsmanna RÚV h.f. um vinnubrögð. Álitgjafar geta velt sér fram og til baka um einhverjar heimatilbúnar ástæður fyrir falli meirihlutans. Spyrlarnir og hægrisinnaðir álitsgjafar þeirra horfa allir framhjá því að gamli meirihlutinn lifði einfaldlega ekki af glundroðann innan raða borgarstjórnarflokks djélistans, sem kristallaðist í fundinum sem borgarstjórnarflokkurinn-Villi sat með formanninum Geir Haarde. Ég spyr, hversvegna í ósköpunum tók Geir það í mál að þessi fundur væri haldinn. Og ég spyr, hversvegna spyrlar og álitsgjafar hafa ekki velt þeirri spurningu fyrir sér. Var Geir að hefna sín á einhverjum fyrir eitthvað sem við héldum öll að væri gleymt og grafið. Er að koma uppá yfirborðið ágreiningur og/eða gömul sárindi. Eitthvað óuppgert innan Sjálstæðisflokksins. Þeir rjúka upp og setja spurningarmerki við að opinber fyrirtæki séu í einhverjum rekstri sem þau kalla áhætturekstur. Þessarar spurningar hafa þau ekki spurt fyrr, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur staðið fyrir slíkri starfsemi víða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.