Í hænsnakofanum hjá Agli.

Egill Helgason er greinilega afskaplega hrifin af þeim Agnesi Bragadóttur, blaðamanni, og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, ekki-vísindamanni.  En ég spyr hvað er nú verið gera með þessa kellingu í svona þáttum.  Hún lítur á þetta sem kappræðu og þeir sem hafa eitthvað að segja og hafa skemmtilega og frumlega sýn á málin komast ekki að, nema Agnesi þóknist að þagna smástund til að anda.  Já, talandi um vandaða blaðamennsku, fyrst Agnes vakti máls á því (og ætlaði að kenna Sigríði Dögg).  Var það ekki Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, sem skrifaði viðtalið við Jóhönnu Sigurðardóttur á sínum tíma.  Viðtalið sem ekki var tekið, en skrifað samt og birt í Morgunblaðinu merkt Agnesi Bragadóttir.  Ég bið ykkur að leiðrétta mig, ef þetta er ekki rétt.  Ekki vil ég fara með tómt fleipur frekar en Agnes Bragadóttir (sjúbb).

Það er hluti af hinum pólitíska rétttrúnaði hægriöfgamanna, að vera á móti þeirri kenningu að hegðun okkar mannanna hafi eitthvað að gera með hlýnun loftslagsins á jörðunni, og reyndar að hegðun okkar mannanna hafi áhrif á loftslagið svona yfirleitt.  Hægriöfgamenn eru reyndar á móti öllu, sem heft getur frjálsa för kapítalismans um lendur græðginnar.  Þeir vilja óheftan Kapítalisma sem setur reglurnar sjálfar og stjórnar því hvað skoðanir við höfum á því.  Hannes Hólmsteinn er hægriöfgamaður og sérstakur málssvari hins óhefta kapítalisma.  Athyglisverð sýn á kosti hlýnunar jarðar, sem þeim deila greinilega með sér Hannes og Egill Helgason.  Það er gott að það hlýnar í 101 Reykjavík og nágrenni.  Skítt með þá milljarða manna sem verða fyrir verulegum skakkaföllum vegna loftslagsbreytinganna. Og skítt með áhrifin á efnahagslíf heimsins og mögulegar efnahagslegar hörmungar.  Hannes Hólmsteinn og Egill Helgason hafa nefnilega lifibrauð sitt af því að tala.  Og það er alveg óháð loftslaginu og efnahagslífinu, eða hvað?  En ef veðrið er bara gott í 101 Reykjavík, þá bara skítt með það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það sagði mér gömul kona þegar ég var strákur að versta blanda sem hún þekkti væri heimska og skítlegt eðli.

En ekki veit ég nú af hverju mér kom þetta í hug núna.

Árni Gunnarsson, 15.10.2007 kl. 22:39

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Ekki spyrja mig.  Talandi um skítlegt eðli; hvað ætli rosabullan í Seðlunum hugsi nú?

Auðun Gíslason, 15.10.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband