Mogginn og tilveran.

"Hér eftir ættu ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins að gæta að sér við hvert fótmál."  Þetta eru lokaorð ritsstjórnargreinar Moggans 12. október.  Tilefnið:  Myndun nýja meirihlutans í Borginni okkar og líkur á að sagan endurtaki sig í landsmálunum.  Ég var búinn að gleyma því, hvað flokkspólitískir leiðarar eru oft fyndnir og skemmtilegir aflestrar.  Sumt úr nýjustu ritstjórnargreinum Moggans og Staksteinum er alveg meiriháttar. Staksteinar:  Hver er næstur?  Alfreð er einsog pólitískur hryðjuverkamaður.  Hann ber ábyrgð á falli borgarstjórnarmeirihlutans og næsta líklegasta fórnarlamb "terroristans" er Guðlaugur Þór Þórðarson.  Ég mun fylgjast spenntur með.  Hvað verður Gulli litli langlífur í pólitíkinni eftir að Alfredó hinn ógurlegi hefur sigtað hann út.  Ritstjóri Moggans setur og allt sitt traust á Vg að stöðva einhverja þróun sem er ritstjóranum ekki hugnanleg.  Hvað er eiginlega að gerast ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband