Orkuveitumálið og djélistinn...

Það er alveg merkilegt, að það er einsog Haukur Leósson og Hjörleifur Kvaran hafi hvergi komið nærri þessu REI-klúðri.  Þess má geta að Hjörleifur var á sínum tíma einskonar fylgihnöttur Davíðs Oddssonar.  Hlutur Guðmundar Þóroddssonar er heldur ekki nefndur.  Komu þessir menn hvergi nærri samningsgerðinni og ákvarðanatökunni?  Eða Villi?  Gerði Björn Ingi þessa samninga einn og þá við sjálfan sig fyrir hönd allra?  Nei, ég bara spyr.  Sé þetta fyrir mér:  Björn Ingi einn á hlaupum kringum stórt kringlótt borð í fundarherbergi í Orkuveituhúsinu...Líklegt???

Mikið  held ég að margt undarlegt eigi eftir að koma uppá yfirborðið verði málið rannsakað almennilega.  Og að hlutur ýmissa djélistamanna verði ekki glæsilegur.  En því  miður sýnist mér að þetta muni verða eitthvert samtryggingaryfirklór pólitíkusanna en ekki reunveruleg rannsókn á málinu.  Hvað er t.d. verið að gera með Jón Sigurðsson í stjórninni?  Er það til að passa uppá að ekki verði grafið of djúpt eftir sannleikanum?  Eða þessa nefnd þar sem oddvitar allra flokka eiga að sitja?  Er það einhverskonar samtryggingarnefnd?  Hefði ekki verið betra að halda djélistanum og framsóknarmönnum frá rannsókninni?  Varla fara þeir að samþykkja að einhver skuggi falli á þeirra menn?  Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli, en ekki lofar þetta góðu!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband