20.11.2007 | 20:24
Handstýring eða markaðsstýring?
Fyrrum þingmaður er greinilega ekki með á nótunum. Markaðshagkerfið hefur klúðrað húsnæðismálunum illilega. Raunar má segja, að allar götur síðan Húsnæðismálastofnun og Verkamannabústaðir voru lögð af hafi leiðin legið niður á við í málaflokknum. Ástandið hefur farið hríðversnandi eftir því sem bankarnir (markaðurinn) hafa orðið fyrirferðameiri á húsnæðislána markaðnum. Mestu mistökin voru e.t.v. að leggja niður verkamannabústaðakerfið. Hvaða áhrif hefur það haft á verðið? Áhrif slíkra aðgerða eru ekki alltaf bein og augljós!
Það er enn von. Markaðssinnum hafði nefnilega ekki unnist tími og svigrúm til að leggja niður Íbúðalánasjóð. Hvar væru vextirnir á markaðnum, ef svo væri 12-15%? Hver veit? Það getur vel verið að þingmaðurinn sé sáttur við ástandið í dag. Hann er þá einn af sárafáum sem það eru. Getur skýringin verið sú, að hann hafi verið búinn að koma sér vel fyrir í lífinu áður enn markaðsvæðing var innleidd í húsnæðismálum og greitt henni atkvæði sitt á þingi.
Það einkennlegt hugleysi að þora ekki að skrifa undir nafni hér á blogginu! Vill ekki láta nafns síns getið, ja, hérna hér!
Það er annars ótrúlegt að viðkomandi sé fyrrverandi þingmaður miðað við það þroskastig sem birtist í bloggi og athugasemdafærslum hans. Frekar má ætla að hann hafi ekki náð kosningaaldri.
![]() |
Viðfangsefnið er að snúa þróun á húsnæðismarkaði við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Facebook
Athugasemdir
Ég vil benda þér lítillega á að S&P breytti horfum á lánshæfi ríkissjóðs í dag m.a. vegna þess að æ ofan í æ hafi mistekist að endurskipuleggja Íbúðalánasjóð... Íbúðalánasjóður skal seint teljast "jákvæður" á íbúðalánamarkaði að mínu mati. Og ekki á ég íbúð. Ég kenni raunar Íbúðalánasjóði um hvernig er komið nú frekar en bönkunum.
Og já ég skrifa undir dulnefni. Meðan ég er ekki með skítkast eða leiðindi er það mitt mat að það sé í góðu lagi.
unglingur, 20.11.2007 kl. 21:45
Unglingur eða þingmaður. Má það ekki einu gilda?
Auðun Gíslason, 20.11.2007 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.