21.11.2007 | 00:15
Á þetta að vera grín...
...eða hefur þingið ekkert þarfara að gera en þetta. Ekki það, að það séu merkileg málefni sem eru til umræðu í þinginu mestan part dags, en þetta hlýtur að vera toppurinn eða réttara sagt botninn. Þúsundir Íslendinga eiga ekki fyrir mat mestan part mánaðarins, 200 manns heimilislausar, 800 manns á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík, ekki er hægt að eyða sýktum dýrahræjum, heilbrigðiskerfið á hausnum, verkafólk býr í flutningagámum, stór hluti vinnandi fólks lifir undir fátæktarmörkum..........
En áhugamál þingmanna eru starfsheiti ráðherra og misjafnlega heimskuleg brennivínsfrumvörp! Er hægt að komast neðar eða fer ekki botninum að verða náð?
![]() |
Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.