Vegið að forsetaembættinu.

Það er skýrt að Ólafur hefur greint stöðuna alveg rétt, enda hafa hægri-öfgamenn sífellt reynt að níða niður bæði embætti forseta lýðveldisins, svo og þann sem því gegnir (að undanskilinni Vigdísi).  Skemmst er að minnast árása frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og þingmanna á forsetann fyrir síðustu kosningar.  Þá létu sumir úr þeirra röðum hafa sig í að kalla forseta Íslenska lýðveldisins "ógnun við lýðræðið."  Einhversstaðar í hinum siðaða heimi hefði slíkt dugað til að viðkomandi hefði þurft að draga sig í hlé frá opinberum störfum, hvað þá þingmennsku.  Eða heldur einhver að menn kæmust upp með það á Bretlandi að kalla þjóðhöfðingjann "ógnun við lýðræðið." 

Ekki hefur heyrst, að nokkur úr röðum Sjálfstæðismanna hafi beðist afsökunnar á þessum orðum, hvorki forsetann né þjóðina (það er jú þjóðin sem kýs forseta sinn)!  Verður sú ályktun aðeins dregin af því, að þetta sé skoðun flokksins og viðkomandi þingmanna.  Þessu verður ekki gleymt og við hæfi að rifja það upp við.

Það hlýtur að vera "með óbragð í munni" (tilv. í Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, um kjósendur í Reykjavík, þegar þeir kusu ekki eftir hans höfði), sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hrópa húrra fyrir fósturjörðinni og forseta lýðveldisins! 


mbl.is Forsetinn ætlaði einnig að hafna breyttum fjölmiðlalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband