29.11.2007 | 19:22
Siðmennt???
Trúarofstækismennirnir trúlausu í þessu svokallaða "Siðmennt" gera sig nú líklega til að taka yfir stjórn skóla og kirkju. Þessi örsmái sérvitringaklúbbur hefur hátt svo sem siður er ofstækismanna. Það væri óskandi að ekki verði hlustað á klúbbinn. Sennilega er til of mikils mæls að ætlast til að hinir "siðmenntuðu" leyfi 90% þjóðarinnar að lifa sínu lífi áfram án þeirra afskipta. Við treystum okkur ágætlega til að ala börnin okkar upp án þeirra afskipta. Þar á meðal til að ákveða hvaða kennslu/innrætingu börnin okkar fá. Klúbburinn heldur svo bara áfram sínu félagsstarfi án okkar afskipta. Í Guðs bænum, Siðmennt, látið okkur hin í friði með okkar líf og okkar börn og okkar trú!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Facebook
Athugasemdir
já ég er samála Siggu þetta er rétt. En er líka smá samála Gylfa
bara láta börn ráða þessu þegar þauð ná aldir
Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 29.11.2007 kl. 20:41
Það er nú þannig, Gylfi, að 90% Íslendinga er kristinnar trúar, að minnsta kosti að nafninu til. Það gefur varla tilefni til að kristinfræðikennslu sé aflögð. Þeir foreldrar, sem ekki vilja að börn þeirra njóti fræðslunnar geta þá valið þann kostinn. Ég sé ekki ástæðu til að lítill minnihluti ráði í þessu máli. Þú þykist skynja ofstæki mín megin. Ég veit að það er erfitt að rökstyðja skynjun sína, en ég ætla samt að biðja þig um að gera það. Annars virðist þetta mál vera einkennilega vaxið. Ég man ekki eftir öðru í augnablikinu, þar sem minnihlutinn virðist telja það réttlætismál að fá að velja fyrir meirihlutann. Já, jafnvel mannréttindi. Skrýtið!
Auðun Gíslason, 29.11.2007 kl. 23:08
Sigríður, sama svar, nema eftirfarandi: Segjum sem svo, að ég væri á móti því að þróunarkenningin sé kennd í skólum landsins, gæti ég þá krafist þess að því væri hætt. Menn eru jú ekki sammála þróunarkenningunni allir. Einhverjir halda fram einhverju sem kallað er vísindakenning(?). Hafa þeir rétt til að stoppa kennslu á þróunarkenningunni þess vegna. Þeir gætu jú sagt, einsog þið. Látum börnin velja þegar þau hafa þroska til.
Dóttir mín er að byrja í kristinfræði í skólanum. Í bílnum um daginn fór hún að ræða um, að fyrra bragði, að öll trúarbrögð væri jafn rétthá, þar sem ekki væri hægt að segja að ein trú væri annarra réttari. Ef hún lærir þetta í kristinfræði, þó ekki væri annað, þá er ég ánægður. Hvað er betri grundvöllur í kennslu um trúarbrögð, en einmitt þetta. Það virðist nefnilega vera þannig, að ekki sé verið að troða kristinni trú þversum ofaní börnin. Almenn trúarbragðakennsla væri það besta, en þetta lofar samt góðu.
Auðun Gíslason, 29.11.2007 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.