5.1.2008 | 15:22
Bætt kjör láglaunafólks?
Það er alveg merkilegt, hvað Sjálfstæðismönnum er einstaklega illa við allar hugmyndir um að bæta kjör þeirra sem minnst hafa handa á milli, þ.e. láglaunafólks og lífeyrisþega. Þetta hefur verið rauði þráðurinn í öllum þeirra málflutningi í skatta- og kjaramálum svo lengi sem nokkur man. Nú kemur þessi fyrrverandi þingmaður og kjölturakki Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Egilsson, með illa ígrundaða og órökstudda gagnrýni á hugmyndina um sérstaka hækkun persónuafsláttar. En þessi málflutningur hans er í algeru samræmi við stefni hægriöfgamanna í skattamálum. En feillinn sem Vilhjálmur gerir, sem málpípa Samtaka atvinnulífsins, er að hugsa málið ekki til enda. Þannig er, að gerist A, þá gerist líka B. Flóknara er það ekki! Hvert munu þessar krónur renna, sem hugmyndin er að hækka persónuafsláttinn um. Jú, stærstur hluti þeirra myndi renna aftur í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, tolla, vörugjalda, beinna skatta á fyrirtæki o.s.frv. Heldur Vilhjálmur, að þessir peningar hverfi einfaldlega sjónum ofaní djúpa vasa fólks og inná verðtryggða reikninga? Varla er hann svo einfaldur, eða hvað? Er ekki málið, að í hvert skipti sem upp kemur hugmynd um að breyta til í skattakerfinu láglaunafólki til hagsbóta, þá byrja hægriöfgamenn að hrópa: Úlfur, úlfur...!Þetta kostar ríkissjóð, þetta kostar ríkissjóð...! Það hefur dugað. Það að umbætur kosti ríkissjóð er orðin gild röksemdarfærsla, líkt og röksemdarfærslurnar: Það er svona í löndunum sem við viljum bera okkur saman við ..., erlendir sérfræðingar segja ...,. Fullyrðingin "mun kosta ríkissjóð" er orðin röksemdarfærsla í sjálfri sér líkt og hinar hér að framan. En jafn ómerkileg og innihaldslaus!
Aukinn persónuafsláttur kostar 40 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.