Húmoristinn BB...

... kallar enn Fréttablaðið flaggskip Baugsmiðla(?).  Skondið að skipstjórinn á skútunni er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins.  Má kannski segja, að hann fari af einni hriplekri dollunni á aðra?  Einhverjir fleirri góðir og gegnir Sjálfstæðismenn eru í áhöfnum flaggskipanna.  Og einnig einhverjir sem eru farnir annað.  Fréttablaðið er ekki jafn hrútleiðinlegt og það var um tíma.  Kannski vegna þess að sumir leiðinlegust hásetarnir fóru í annað pláss.  Verst að helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins er enn einn af föstum dálkahöfundum blaðsins.  Hannes Hólmsteinn og Þorsteinn Pálsson eru skv. BB skríbentar Baugs.  Merkilegt! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er náttúrlega ekki einleikið hvað þeir Baugsfeðgar eru búnir að troða sér víða inn bakdyramegin.

Mér er sagt af kunnugum að Hannes Hólmsteinn sé orðinn á báðum áttum.

Árni Gunnarsson, 29.1.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband