1.2.2008 | 18:31
skrýtið!
Og nú halda allir andsk... íhaldsbloggararnir kjafti á íhaldsblogginu! Sem er ekki skrýtið. En þegar þeir fara í gang, þá má bóka eftirfarandi: Þeir skýra fylgisleysið með því, að A) Nýji meirhlutinn/borgarstjórinn sé nýtekinn við og hafi ekki sannað sig, B) illkvittnir Íslendingar hafi notað veikindi Ólafs og Ólaf sjálfan fyrir skítakamar illra þanka sinna, C) það sé ekkert að marka skoðanakannanir, D) það sé eitthvað að úrtakinu, E) það séu tómir kommúnistar sem vinna á RÚV, F) úrtakið allt búi í 101 og á Grímsstaðarholtinu, G) ekki hefur enn unnist tími til að halda fundi í flokksfélögum Sjálfstæðisflokksins (en þar fer heilaþvotturinn fram, sem María Kristjáns er stundum að tala um. Eftir slíka fundi verða menn til augnanna eins og Illugi Gunnarsson þegar hann er að verja Flokkinn sinn og Ráðherrana sína). H) fólk er fífl!
P.s. Hvernig verður IG til augnanna við fyrrgreindar aðstæður? Jú, einsog nýdauður þorskur.
Fáir ánægðir með nýjan meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Facebook
Athugasemdir
Auðun bara búa á Akureyri það er ekkert vandamál alti góði við alla
Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 1.2.2008 kl. 19:36
- ég man nú bara eftir einum flokki sem taldi kosningabæra Íslendinga vitgranna - það var þegar Samfylkingin mældist með léttvínsfylgið fyrir síðustu alþingiskosningar - ég þarf varla að taka fram úr hvaða flokki þeir komu sem sögðu Íslendinga ekki skilja stefnuskrá Samfylkingarinnar - reyndar hermdu sögur að sumir meðlimir Samfylkingarinnar ættu sjálfir í erfiðleikum með að skilja hana - en það er nú önnur saga.
Augljóst er að núverandi meirihluti í borginni byrjar illa en getur verið að könnunin hafi farið fram áður en borgarstjórinn nýi tók við? Geri reyndar ekki ráð fyrir að tímasetningin skipti höfuðmáli, óvinsældirnar eru augljósar. Reyndar hefur komið í ljós að fleiri en Ólafur voru að gæla við að sprengja meirihlutann sem sprengdi meirihlutann - þú skilur Auðunn, er það ekki? Augljóst er annars að þitt vinstra geð sér ekkert nema drauga í hverju hægra horni - enda byggir hin vinstrisinnaða hugmyndafræði á fáu sem líkja má við sjálfstæða skoðanamyndun. Heilaþvottin mega vinstrisinnar eiga útaf fyrir sig enda hafa þeir löngu sýnt honum trúnað og óþarfi að deila slíku með öðrum.
Ólafur Als, 1.2.2008 kl. 19:42
Ólafur Als. lenti í að velja A), þ.e. eins langt og hann komst með það.
Auðun Gíslason, 1.2.2008 kl. 20:29
Akureyri, já, eða nágrenni. Sá í gær, að Finnastaðir eru enn til sölu! Þar sleppur maður við bæjarstýruna, Gulli minn! Annars, þegar snjó tekur af þá verður það mál allt saman athugað. Það eru þarna nokkur hús, sem vert er að skoða. Á Akureyri og nærsveitum. Bið að heilsa Guði, Gulli minn!
Auðun Gíslason, 1.2.2008 kl. 20:34
Með smjöri skal brauð smyrja! Ekki ætla ég nú að taka á mig að útskýra stefnuskrá SF fyrir als. Ekki neitt vit,
að ætla mér það verkefni, enda ekki í SF. Eitthvað hef ég nú hitt illa á hjá kallinum miðað við viðbrögðin. En hvað um það, þetta er óttaleg smjörklípa allt saman!
Auðun Gíslason, 1.2.2008 kl. 20:36
- og hví skyldi mann ekki undra svar Auðuns? Ég tel að Reykvíkingar séu búnir að fá nóg af öllu saman. Meirihluta, minnihluta - allri vitleysunni! Ætli vinstri menn átti sig á því? Eru vinstri menn enn einu sinni að sanna sjálfbirgingsháttinn sem er svo einkennandi í fari þeirra?
Ólafur Als, 1.2.2008 kl. 21:20
Það fyndnasta er nú, að á hálfu kjörtímabili er djélistinn búinn að sitja í 2 meirihlutum. Það verður örugglega skift um "borgarstjóraefni" fyrir næstu kosningar. Enda hefur það verið gert fyrir hverjar kosningar síðan DO hætti! Og búnir að fella 2 af þremur með sviksemi!
Auðun Gíslason, 1.2.2008 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.