Ekki á Íslandi!

Það væri nú gaman að fá að sjá svona vaxtastríð á Íslandi, bæði í inn- og útlánum.  Að ég tali nú ekki um íbúðalánum.  Hugsaðu þér, ef lánið þitt væri á 3,5% vöxtum, óverðtryggt og með lánstíma, sem hæfði raunverulegri greiðslugetu, t.d. 60-80 ár eða 20, bara eftir því sem hentaði þér.  Og engu uppgreiðslugjaldi, ef þú skyldir vinna í lottóinu.  En núlifandi Íslendingar sjá víst ekki vaxtastríð á Íslandi, heldur bara áfram sama samráðið og okrið!  Sennilegra að geta kreist vatn úr steini en að það gerist á næstunni!


mbl.is Kaupþing í vaxtastríði í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Ég setti inn athugasemd við aðra færslu um sömu frétt, þess efnis, að innlánsvextir hérlendis eru mun hærri en þarna er talað um. Innlánsvextir á sparireikningum hér á Íslandi eru með þeim hæstu sem gerist í heiminum. Skondið að aldrei sé talað um þetta - kannski af því að Íslendingar spara aldrei, og spá því aldrei í innlánsvöxtum?

Þarfagreinir, 4.2.2008 kl. 15:54

2 Smámynd: Auðun Gíslason

7,55% eru bestu vextir á verðtryggðum langtímareikningum hjá Kb..  Er það allt sem hægt er að bjóða.  Og það á móti 12-13% vöxtum á verðtryggðum lánum.  Það þarf nefnilega að setja þetta í ofurlítið samhengi!

Auðun Gíslason, 4.2.2008 kl. 18:26

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Voru bankaræningjar dagsins í dag að reyna að endurheimta ránsfé það sem bankarnir hafa um áratugi rænt af almenningi í skjóli verðtryggingar og ofurvaxtastefnu Seðlabankans?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.2.2008 kl. 19:34

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Arró ætti að skoða vaxtatöflur bankanna.  Alm. skuldabréfalán með álagi eru á 12% og uppúr!

Auðun Gíslason, 5.2.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband