Hver er munurinn? 100 konur á framabraut.

Ég fór að velta því fyrir mér, hvort það breytti í raun einhverju hvort stjórnarmenn í fyrirtækjum eru karlar eða konur.  Eru konur betri vinnuveitendur?  Eru konur heiðarlegri?  Eru konur á einhvern hátt á hærra siðferðisplani?  Er einhver munur t.d. á Hildi Petersen og Hannesi Smárasyni?  Nema að Hildur er kona og Hannes karl.  Ég get nú ekki séð það svona úr fjarlægð.  Eitt veit ég, að konur eru ekki betri yfirmenn en karlar, svona í heildina.  Ekki get ég séð, að Hildur sé neitt á hærra siðferðisplani en aðrir járnharðir gróðapungar kapítalismans.  Og hún hefur nákvæmlega sama viðhorfið.  Það er í lagi, ef það löglegt, jafnvel þó það sé siðlaust.  Jafnvel þótt lagalega sé það alveg við strikið.  Henni er alveg sama, þó efast megi stórlega um gerðir hennar; svona siðferðislega.  Hún sér ekkert athugavert við gerðir sínar.  Ekki frekar en sauðirnir svörtu í REI/OR málinu eða Glitnisforstjórinn sem hefur hyglað sjálfum sér með lánum til hlutabréfakaupa.  Ef það er löglegt, er það í lag, jafnvel þó það sé siðlaust.

Ég fór svona að velta þessu fyrir mér vegna listans fræga, 100 konur á framabraut?  Þar sem 100 konur bjóðast til að setjast í stjórnir fyrirtækja.  Ég efast um, að þetta uppátæki verði konum svona almennt til framdráttar.  Reyndar held ég að þessar 100 konur hafi heldur ekki hugsað þetta þannig.  Þær eru allar í stjórnunarstöðum í karlaheiminum og ánægðar með það sem slíkar, og ætla sér stærri hlut.  Og þar kemur listinn til sögunnar.  Hvernig er það? Höfðu engar konur áhuga á að vera á listanum, sem ekki eru nú þegar í stjórnunarstöðum í þessum meinta karlaheimi?  Eða stóð það ekki til boða.  Aðeins konur í stjórnunarstöðum í karlaheiminum?  Karlar með píku og brjóst?  Þessi listi hefði verið trúverðugur, ef á honum hefðu verið konur, sem ekki eru í ofangreindri stöðu.  Konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins með ólíkan bakgrunn.  Ekki bara karlar með píku og brjóst!  Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

 já mer líka betur við konur sem stjórna. mín skoðun Auðun

konur eru góðar að stjórna

Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 5.2.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Tiger

Hmmmm ... eru konur betri yfirmenn? Ég hef reynslu af tveim yfirmönnum sem eru konur - og hef ekki nokkurn tíman kynnst eins erfiðum og bara hreint út slæmum yfirmönnum ever.

Önnur þeirra kunni nákvæmlega ekkert í mannlegum samskiptum, kom illa fram við starfsfólk og var ekkert að fela það - lét jafnvel kúnnana heyra þegar hún var að jaga og skammast í starfsfólkinu og það stundum án þess að mikil ástæða væri til. Hin var mjög slæm á þessu sviði líka en að auki baktalaði hún staffið mikið og hreinlega vissi stundum ekki hverju hún var t.d. búin að skrökva í hvern. Starfsfólk hjá báðum þessum konum kom og fór mjög ört. Sjálfur er ég ljúfur sem lamb og á auðvelt með að setja mig á hillu sem hentar best hverjum og einum til að halda frið og skapa ró og ljúfmennsku í kringum mig - en ég stoppaði þó ekki mjög lengi hjá þessum konum í starfi.

Er ekki að segja að allar konur séu svona og alls ekki að segja að menn geti ekki líka verið svona - því ég hef vitneskju um slæma yfirmenn þar sem karlar eru en líka vitneskju um konur sem hafa verið dásamlegar og algerir draumayfirmenn.

Tiger, 5.2.2008 kl. 21:34

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

 hæ vinur Auðun  hvað segð þú

Ég bið að helsa Ásu og kisu. Guð blessi hanna og þig

Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 6.2.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband