8.2.2008 | 01:13
Sakbendingum væntanlega fylgt.
Kannski var það það sem Kjartan átti við. En Axlar-Villi syngur: Ekki benda mig...Minni spámönnum verður væntanlega refsað og ekki hlíft. Haukur Leósson fékk heldur betur að kenna á því og ekki var honum hlíft við að taka á sig ávirðingar annarra, þó hann væri besti vinur Axlar-Villa til áratuga. Ekki spyr maður að tryggðinni. Hefði Vilhjálmur ekki verið maður að meiru hefði hann ekki látið einn af sínum bestu vinum og trúnaðarmönnum taka fyrir sig skellinn. En hvernig er það? Á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson einhverja vini eftir? Ef svo er, er þá ekki ráðlegast forða sér og slíta vinskapnum. En kannski eru bara pólitískir samherjar og samtryggingarhópurinn eftir. Og það er nú fólk sem gengur með hnífa í ermunum.
Kjartan Magnússon: Ábendingum væntanlega fylgt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Villi hann er ? ég bara skil hann ekki en er hann ekki sigblindur
Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 8.2.2008 kl. 06:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.