8.2.2008 | 16:48
Merkilegt!
Stýrihópurinn ræddi ekki við lykimennina í málinu. Haukur Leósson, Björn Ingi og Axlar-Villi voru ekki kallaðir fyrir nefndina. Kannski skiljanlegt með Villa, enda hefði nefndin þurft lygamæli til að eitthvað kæmi útúr því. Mest hefði sjálfsagt verið upplýsandi að Haukur hefði fengið að upplýsa nefndina, og um leið okkur borgarbúa, um sína sýn á málið. Haukur býr yfir upplýsingum, sem eru lykilatriði í málinu. Hvernig/og hvað fór Villa og Hauki í milli, hvað ræddu þeir, hvaða upplýsingar veitti Haukur Villa og hvenær. Þess vegna er óskiljanlegt, hvers vegna ekki var talin ástæða til að kalla Hauk Leósson fyrir nefndina. Var það Sjálfstæðisflokkurinn sem stoppaði það af? Og hvers vegna? Hvað þolir ekki dagsljósið í samskiptum þeirra "vina", Hauks Leóssonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar?
Hamagangur á Hóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.