9.2.2008 | 19:06
"Vilja að Vilhjálmur víki."
Skv. visi.is er loksins farið í að glitta í að Axlar-Villi axli sín skinn og axli ábyrgð á gjörðum sínum og borgarstjórnarflokksins í REI-málinu. Þá munu hefjast hjaðningarvíg og valdabarátta innan borgarstjórnarflokksins. Barátta sem mun enda með þessum venjulegu yfirlýsingum um að þessi eða hinn njóti fyllsta trausts borgarstjórnarflokksins og að full sátt og samstaða ríki innan hans um niðurstöðuna. Verst að Villi er ekki lögfræðingur að mennt. Hann gæti þá orðið næsti borgarlögmaður! Það verður gaman að sjá hvað feita starf Flokkurinn skaffar honum!
Valdabaráttan í borginni verður æ meira spennandi! Hvað gerist í Valhöll í næsta þætti? Verður Hanna Birna beitt brögðum? Verða Gísli Marteinn borgarstjóri á eftir Ólafi? Hvað tekur við? Við fylgjumst með með öndina í hálsinum! Geir Haarde fundaði um borgarstjórnarmál Reykvíkinga á lokuðum fundi með Kópavogsbúum! Verður Gunnar Birgisson næsti borgarstjóri? Verður Ráðhúsinu lokað? Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins fer huldu höfði og svarar ekki í símann. Gaman! Gaman! Allt komið í vitleysu!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jams með öndina í hálsinum...
Fríða Eyland, 9.2.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.