10.2.2008 | 15:23
Veruleikafirring Sjálfstæðismanna og valdhroki!
Það er stórkostlegt að lesa að Vilhjálmur hugsi sér að sitja áfram sem oddviti. Kjósendur hljóta að velta því fyrir sér hvað álit Sjálfstæðismenn hafa á þeim fyrst verið er að ræða þetta af fullri alvöru. "Ríkið það er ég." virðist vera orðin lífssýn forystu Sjálfstæðismanna. Hvað almúginn/kjósendur vilja eða eru að hugsa kemur þeim einfaldlega ekki við. Valdhrokinn er orðinn gersamlega yfirgengilegur! Aðeins tvö mál sem eru til umræðu í dag færa okkur heim sanninn um það: dómaramálið og málefni borgarstjórnar. Og það þarf ekki að fara langt aftur til að finna fleirri og þarf ekki að leita lengi og vandlega. Valdhrokinn kemur allsstaðar við sögu. Í embættisfærslum, í umræðunni og í umgegni um valdið og viðhorfi til þess.
Ríkið það er ég! Ég fer með valdið einsog mér einum þóknast! Engum kemur það við, nema mér!
Pólitísk staða Vilhjálms rædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.