10.2.2008 | 22:11
Kynþátta- og útlendingahatur.
Þetta er undarleg minnipokamenning sem ungt fólk með framtíðina fyrir sér vill tileinka sér! Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að fólk sem tileinkar sér hverskonar kynþáttahyggju og útlendingahatur sé haldið minnipokakomplex af verstu gerð! Einhversstaðar á lífsleiðinni hefur læðst inní sálarlíf þessa fólks tilfinning um að hafa orðið að láta í minnipokann. Að það sé vanhæft á einhvern hátt. Því finni það þessa þörf hjá sér að upphefja sjálft sig á annarra kostnað. Einhverjir aðrir verða að vera þeim óæðri svo að þeir losni við þessa tilfinningu um eigin vanmátt. Öll finnum við til vanmáttar, en sem betur fer leysum við fæst málið með þeim hætti að fara að hata annað fólk! Það er einmitt þar sem kynþátta- og útlendingahatara láta í minnipokann fyrir lífinu og sjálfum sér. Í því felst vanhæfni þeirra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.2.2008 kl. 23:29 | Facebook
Athugasemdir
já vinur minn Auðun. Ég er að vinna með 5 eða 8 Polverjum og þetta er bara besta fólk eins og ég og þú
Elska Guð ekki allt fólk það held ég
maður veru bara að biðja fyrir þessu vonda fólki
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 10.2.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.