Made in the USA.

Alltaf svolítið kostulegt að sjá bandaríkjamenn tala einsog pyntingar, og fleirri fólskuverk, séu lögvernduð bandarísk starfsgrein!

Stríðsfangar í Víetnamstríðinu fengu iðulega slæma meðferð, en það  einhversstaðar grafið í minningunni, að vopnabræður McCain hafi ekki hagað sér einsog nýþvegnir sunnudagaskóladrengir.  Og svo sem lítið um það að segja.  En hvern fjandann voru þeir að flækjast í Víetnam?  Varla hafa þeir búist við að heimamenn pökuðu handa þeim pönnukökur og helltu uppá könnuna til að fagna innrásarliðinu.

Einkennilegt hvað könum finnst alltaf að þeir eigi að fá einhverja aðra meðhöndlun, en þeir skenkja öðrum!

Er ekki kominn tími til að einhverjir skrái glæpaferil bandarískrar utanríkisstefnu  á einn stað?  Til þess þarf að vísu her manns.  En samt sem áður...

P.S.  Ég ætla að frábiðja mér smjörklípu-komment kanadindla vegna þessarar færslu!


mbl.is Kastró sakar McCain um lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband