13.2.2008 | 22:25
Embætti byggingarfulltrúa í vasa verktaka? Þarf rannsókn á starfsemi byggingafulltrúa og borgarverkfræðingi?
Þetta eru alveg ótrúleg vinnubrögð sem byggingarfulltrúi viðhefur. Það virðist ekki flókið fyrir verkttaka að fá leyfi til hvers sem er. Þessar framkvæmdir eru mjög umdeildar og hefur verið mótmælt ítrekað af íbúum hverfisins. Því hefði maður haldið að menn pössuðu sig og hefðu öll leyfi í lagi. Ó, nei, ekki, byggingarfulltrúinn gefur út ólöglegt leyfi fyrir sprengingum og uppgreftri, auk annars undirbúnings fyrir framkvæmd sem ekki er búið að samþykkja. Og það er ekki í fyrsta skipti sem verktakar eru stöðvaðir við þessar framkvæmdir. Þegar niðurrif stóð yfir á lóðinni fóru verktakar ekki eftir reglum um umhverfisvarnir. Við sprengingarnar, sem nú hafa verið stöðvaðar, hafa rúður brotnað í nærliggjandi húsum. Ekki hefur verið hægt að kvarta við starfsmenn á svæðinu því þeir tala ekki íslensku. Viðvörunarflauta á að vara nágrannana við og flauta 3svar fyrir sprengingar og einu sinni þegar að sprengingu er lokið. Ekki er nú alltaf flautað 3svar, en alltaf þegar sprenging hefur farið fram! Verktaki þessi hefur reynt að fría sig ábyrgð á öllu hugsanlegu tjóni sem framkvæmdir þessar hafa í för með sér. Hefur formaður Húseigendafélagsins séð sig tilneyddan að leiðrétta bullið í verktakanum opinberlega. Fyrir ekki löngu síðan stóðu yfir við líka framkvæmdir við Borgartún. Við sama opna svæði eru byggingafulltrúi til húsa og svo borgarverkfræðingur. Þarna rigndi grjótinu yfir nágrennið og hús skemmdust vegna titrings frá sprengingunum. Ekki virtist embættismönnum fyrrnefndra stofnana hafa dottið í hug að verktakinn gæti farið sér hægar við verkið. En hann kom með barnalegar yfirlýsingar um að það væri ekki hægt. Yfirgangur verktaka er orðinn svo mikill hér í borginni að ótrúlegt má heita. Heilu göturnar eru undirlagðar og ófærar mánuðum saman vegna minniháttar byggingaframkvæmda. Íbúar heilu hverfanna mega búa við það að leyfislausar framkvæmdir fara fram í skjól embættis byggingafulltrúans. Eignir manna eru í hættu, bæði hús og farartæki. Spurning hvenær/ekki hvort þeir drepa einhvern með þessum vinnubrögðum!
Ég spyr því: Þarf ekki að fara fram stjórnsýsluúttekt á þessum embættum: Skrifstofu borgarverkfræðings og byggingafulltrúanum í Reykjavík. Annað embættið gefur út löglaus leyfi og hitt gegnir ekki eftirlitshlutverki sínu! Svo ekki sé talað um framgöngu borgarfulltrúa allra flokka í þessum málum. Eitthvað borga verktakar og gróðapungar í sjóði flokkanna. Ekki hlusta fulltrúar þeirra á borgarbúa þegar þeir gera athugasemdir í skipulagsmálum. Þarfir gróðapunganna hafa forgang.
Byggingarleyfi verktaka fellt úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.