Félagshyggja? Hvað segja Samfylkingarbloggarar? Þeir verða að gera svo vel og útskýra þetta fyrir oss aumum vinstrimönnum og kommum!

Er þetta einhver ný tegund af félagshyggju- og jafnréttisstefnu hjá ríkisstjórn Íslands.  Var ekki verið að leggja áherslu á að hækka tekjur hinna lægst launuðu.  Forystumönnum ASÍ finnst þetta sjálfsagt "algert aukaatriði", sbr. frétt um stimpilgjöldin hér á mbl.is.  En ef þessi gerningur ríkisstjórnarinnar gengur gegn skoðunum Samfylkingarinnar í velferðarmálum verður hún að minnsta kosti að útskýra málið fyrir kjósendum sínum. Ég hef ekki kosið Samfylkinguna og reikna ekki með að það breytist.  Mér hefur aldrei fundist þessi "jafnaðarstefna" hægrikratanna fýsilegur kostur og reyndar frekar ótrúverðug stjórnmálastefna.  Samsuða af frjálshyggju og socialdemokratisma sem minnir mest á Mússólínífarganið!

En kannski ræður Samfylkingin engu í ríkisstjórninni?  Og skýrir það e.t.v. reiðiköst Össurar á nóttunni í bloggheimum.


mbl.is Bætur hækka um 3 til 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband