Umræður á Alþingi.

Þar sem ég sat og fylgdist með umræðum um frumvarp til breytinga Almannatryggingalögum datt mér í hug, hvort þingmenn og ráðherrar geti ekki fetað í fótspor Þorsteins Más núverandi stjórnarformanns Glitnis.  Þannig er að sumir þingmenn virðast sjá ofsjónum yfir því lifibrauði sem þetta þjóðfélag skaffar lífeyrisþegum. Þeir fóðra það reyndar með málflutningi um aukin útgjöld ríkisins.  Það er þannig að  þeir virðast telja að gæta þurfi sérstaks aðhalds í útgjöldum til Almannatrygginga og annarra velferðarmála.  Ef þessir þingmenn meina það sem þeir segja, þegar þeir tjá sig um áhyggjur sínar af útgjöldum ríkissjóðs, þá gætu þeir byrjað á að lækka laun sín.  Til þess þarf ekki nema einfaldar breytingar á lögum!  Pétur Blöndal telur t.d. að það sé ekkert mál að lifa á 130.000 krónum á málinu.  Ég ætla nú ekki að ganga svo langt að halda því fram, að það heyrist þegar hann hristir höfuðið.  En það þarf kannski ekki að borga Pétri meira fyrir að tala og tala og tala...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Hæ Auðun minn ég hef ekki horft á fréttir í vikur tíma en líður bara vel samt.

það er ekkert að missa af

Guð blessi þig og Ásu og gefi þig  góða nótt

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 21.2.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband