Kapítalisminn á brauðfótum!

 

marx-karl 

Öðru vísi mér áður brá.  Hvað eru margar vikur síðan Geir og nær öll þjóðin fékk stjörnur í augun, ef minnst var á bankaburgeisana og allt hitt "útrásarliðið"?  Máttu varla vatni halda.  En um leið og á móti blæs ætlar allt að kikna af áhyggjum.  Kreppa, kreppa. 

Kannski við eigum eftir að fá umræður um þjóðnýtingu?  Fá ríkisbanka á ný?  Verður þá Baugur Group, FL group og GROUPGROUP etc. þjóðnýtt líka?  Viðskiptamódel hvað?  Það er ekkert að viðskiptamódelinu.  Kapítalisminn stendur einfaldlega á braufótum, nú sem áður!  Og óþarfi að kenna sparisjóðsstjórum í dreifbýli BNA um ástandið.

Og óþarfi að fá hland fyrir hjartað.  Horfumst í augun við sannleikann.  Kapítalisminn stendur á brauðfótum og hefur alltaf gert.  Þetta vita Bretar.  Þeir taka fram löngutilbúnar áætlanir um þjóðnýtingu til að bjarga kapítalistum í klípu.  Vanir menn.  Hér á landi grípa menn varla til slíkra ráða, heldur munu ráðamenn sitja tárvotir í hlandpollinum meðan allt fer til fjandans.  Ef það fer þá til fjandans.  Sem ég er reyndar að vona.  Nú sé komið að svanasöng kapítalismans. 

 


mbl.is Menn hafa verið djarfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 23.2.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Lifi byltingin!  Farðu að sofa, Gulli minn!  Svo ekki fari fyrir þér einsog Össuri!

Auðun Gíslason, 23.2.2008 kl. 22:49

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Og góða nótt!  Bið að heilsa öllum Kommúnistum á Akureyri!

Auðun Gíslason, 23.2.2008 kl. 23:08

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég skal taka að mér að skila því. Bestu kveðjur og góða nótt,

Hlynur Hallsson, 23.2.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sá dagur mun renna að kapítalisminn verður almennt talin dæmi um frumstæða villimennsku og forheimskun.

Með kommúnískri kveðju að vestan.

Jóhannes Ragnarsson, 23.2.2008 kl. 23:46

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kapitalismi?  Í raun er það ekki sannkallaður "ismi".  Þegar það er nóg að eiga fjármagn til að vera kapitalisti, þá sést að það gengur ekki alveg upp.

Enginn fann upp kapitalismann, þó mörgum sé kennt um fyrirbærið.  Einhverjir rottuðu sig saman og fundu upp sósíalsimann, kommúnismann, fasismann og marga fleiri isma.

En kapitalismi, hann bara er.  Hefur alltaf verið.  Síðan til hafa verið eignir, hefur verið til kapital.  Fyrirbærið er innifalið í náttúru mannsins, sem og annarra tegunda sem safna auði - svo sem íkorna, Minka og hunangsflugna.

Sem þýðir einfaldlega, að ef þú ert ekki kapitalisti, þá vantar í þig náttúruna. 

Ásgrímur Hartmannsson, 24.2.2008 kl. 00:00

7 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

 ha ha er Össur ekki í góðum málum Auðun minn Góða nótt  og sofum vel í Guðs höndum

og Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 24.2.2008 kl. 01:22

8 Smámynd: Auðun Gíslason

Þá vitum við það!  Kapítalisminn er ekki til eða þannig, nema sem ein af frumhvötum mannsins.  Það verður nú ekki annað sagt en að þetta er frumleg "kenning."

Auðun Gíslason, 24.2.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband