27.2.2008 | 17:58
Glúmur áfrýjar!
Þetta fólk kallaði ómar skríl! Allir sem eru greinanlegir á myndinni geta hugsanlega farið í mál við hann og hirt af honum ca, 800.000 krónur hver! Ef það sama á yfir alla að ganga. En það skiptir kannski máli að vera "frægur." Þó ekki sé nema pínulítið!
Glúmur áfrýjar.
Gott að vita það. Vonandi að Hæstiréttur snúi við þessum dómi héraðsdóms í máli ómars r. valdimarssonar gegn Glúmi Úlfarssyni. Spurning hvort það skipti máli í svona dómsmáli að vera "frægur", en það er einmitt spurning sem ómar varpaði á bloggi sínu fram vegna dóms yfir Kalla Bjarna á sínum tíma.
Talandi um blogg ómars r.. Hvað ætli séu margir sem hugsanlega gætu farið meiðyrðamál við ómar vegna bloggfærslna hans. Mætti þar telja ýmis fyrirtæki og einstaklinga mismunandi "fræga." Ýmsir Femínistar eiga hugsanlega harma að hefna. Ekki ólíklegt að jafnvel Fjárlaganefnd Alþingis gæti hugsanlega kært ómar fyrir meiðandi ummæli. VinstriGræn sem flokkur, einstöku þingmenn Vg, Birkir j. Jónsson, etc. Það er að segja, ef Hæstiréttur snýr ekki við þessum nýfallna dómi.
P.s. Vona að þessi skrif kosti mig ekki 800.000 krónur. Hræsnarar eru til als líklegir!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.