5.3.2008 | 18:31
Sumsé...Það er ekki alltílagi á háaloftinu á svona fólki!
Á reitnum milli Einholts og Þverholts er verið að byggja íbúðahús. Borgaryfirvöld fullyrða að íbúarnir muni eiga færri bíla en aðrir borgarbúar...
...hvort setja á einhverskonar barnakvóta eða aldurskvóta á í þessu nýju hverfum veit ég ekki. Í sumum húsum í borginni er aldurstakmark. Fyrir 50 ára og eldri, eða 60 ára og eldri. Ég kannast við mann sem keypti sér íbúð í svona húsi. Hann var svo "óheppinn" að kynnast konu og gera henni barn. Fór að búa með konunni í nýju íbúðinni, sem hann var svo ánægður með. Skömmu síðar fjölskyldunni gert að flytja úr húsinu! Aðeins fyrir 50 ára og eldri!
Þetta verður kannski svona: Þú flytur inní nýja íbúð í nýja hverfinu með konu þinni og eitt barn. Konan verður ólétt og skömmu síðar fáið þið bréf frá borginni, þar sem ykkur er gert að flytja úr hverfinu?
Horfur á að færri börn verði í nýjum hverfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.