Tjái sig um hvað?

Ég hef nú kunnað því ágætlega að sumir dómarar séu minna að tjá sig opinberlega.  Reyndar hafa þeir velflestir helst tjáð sig í Mogganum, sem ég nenni ekki að lesa.  Læt mér nægja litlu moggana.  En um hvað Jón Steinar er svona æstur í að fá að tjá sig veit ég svo sem ekki.  Geta ekki blaðamenn farið ofaní saumana á forsendum dóma og sagt okkur hinum frá.  Hvort dómarar vilja aðeins tjá sig um störf sín eða geti ekki á sér setið og snúi sér að landsmálunum meðfram og eftir leiðis er spurningin.  Það er nú varla mjög viðeigandi að hæstaréttadómarar séu mikið að tjá sig um pólitíkina og ég get ekki séð það fyrir mér að Jón Steinar láti það ógert ef hann fer af stað á  annað borð.
mbl.is Dómarar tjái sig opinberlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband