Kapítalismi á brauðfótum!

 

 marx-karl  Ákvað að vekja upp þennan draug í tilefni dagsins!

Öðru vísi mér áður brá.  Hvað eru margar vikur síðan Geir og nær öll þjóðin fékk stjörnur í augun, ef minnst var á bankaburgeisana og allt hitt "útrásarliðið"?  Máttu varla vatni halda.  En um leið og á móti blæs ætlar allt að kikna af áhyggjum.  Kreppa, kreppa. 

Kannski við eigum eftir að fá umræður um þjóðnýtingu?  Fá ríkisbanka á ný?  Verður þá Baugur Group, FL group og GROUPGROUP etc. þjóðnýtt líka?  Viðskiptamódel hvað?  Það er ekkert að viðskiptamódelinu.  Kapítalisminn stendur einfaldlega á braufótum, nú sem áður!  Og óþarfi að kenna sparisjóðsstjórum í dreifbýli BNA um ástandið.

Og óþarfi að fá hland fyrir hjartað.  Horfumst í augun við sannleikann.  Kapítalisminn stendur á brauðfótum og hefur alltaf gert.  Þetta vita Bretar.  Þeir taka fram löngutilbúnar áætlanir um þjóðnýtingu til að bjarga kapítalistum í klípu.  Vanir menn.  Hér á landi grípa menn varla til slíkra ráða, heldur munu ráðamenn sitja tárvotir í hlandpollinum meðan allt fer til fjandans.  Ef það fer þá til fjandans.  Sem ég er reyndar að vona.  Nú sé komið að svanasöng kapítalismans. 

Fyrst birt 23.02.2008 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband