18.3.2008 | 15:09
Kærleikssiðfræði eða lögmálssiðfræði?
Hvað oft frelsarinn sniðgekk þær reglur og þau lögmál sem ríktu í samfélagi Gyðinga á hans tíma vitum við ekki, en um nokkur slík dæmi má lesa í Guðspjöllunum. Þetta gerði hann til að undirstrika boðskap sinn. Mér er alveg óskiljanlegt, að við kristnir eigum að lifa í skugga lögmáls Gyðinga. Ætli færi þá ekki að fara um marga. Á að lífláta fólk í samræmi við lögmálið, þar sem það á við samkvæmt lögmálinu? Eiga konur að þola að undirgangast þær reglur, og framkomu, sem viðhafðar voru skv. Gamla Testamentinu? Eða eigum við að týna til eitthvað sem hentar okkur í það og það skiptið? Má nefna afstöðina til mála eins og stofnfrumurannsókna, afstöðuna til samkynhneigðra, prestsþjónustu kvenna o.s.frv. Kannski má eiga von á sömu afstöðu til þeirra sem uppvísir verða af hórdómi, til réttinda kvenna, til mágaskyldunnar, til sjúkra og fatlaðra (þeir eru taldir syndarar, þessvegna eru þeir sjúkir eða fatlaðir). Sjálfsagt mætti halda áfram til eilífðarnóns, en mig brestur þekkingu til að telja upp allar þær reglur og lög sem gamla lögmálið býður mönnum að búa við. Mér skilst að lögmálsþrælkunin leggi á menn að fylgja nær 600 reglum og lögum í sínu daglega lífi, og þá er ekki verið að tala um mannanna lög, heldur lög og afleiddar reglur gamla lögmálsins. Kristnir lögmálsdýrkendur leggja mikla áherslu á gamla lögmálið, en virðast gleyma nýja lögmálinu sem Jesú færði okkur, að minnsta kosti er þeim ekki jafn tíðrætt um það sumum. "Kjarni kenningarinnar um guðsríkið, að það væri komið í Jesú og með honum, varð til þess að Jesú hafnaði lögmáli gyðinga, eða uppfyllti það eins og hann sjálfur sagði.......Eina boðorðið sem einhverju skipti að dómi Jesú, var að elska guð og náungann eins og sjálfan sig, hið tvöfalda kærleiksboðorð. Í stað lögmálssiðfræði kom kærleikssiðfræði. Áður hafði maðurinn þurft að fylgja lögmáli til að frelsast. Nú skyldi kærleikurinn settur í öndvegi" (Þórhallur Heimisson, Hin mörgu andlit trúarbragðanna).
Hatur vekur illdeilur, en kærleikurinn breiðir yfir alla bresti. Viska er á vörum hyggins manns, en á baki hins óvitra hvín vöndurinn. (Orðkviðirnir 10, 12-13). Þó ekki vöndur lögmálsins eða hvað?
Fyrst birt 22.11.2007. Endurbirt af ærnum ástæðum.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:12 | Facebook
Athugasemdir
Það voru til trúarsöfnuðir í gamla daga sem trúðu því að guðinn þeirra gyðinga sem skapaði himinn & jörð hafi í raun verið skrattinn sjálfur, að jörðin sé faktískt ekkert nema fangelsi/helvíti þar sem hann getur drepið "börn" sín, síðan hafi komið hingað annar guð sem sendi Jesú gamla hingað til þess að frelsa okkur undan guðinum vonda.
Ef þú spáir aðeins í fyrri guðinum sem drap alla, lék sér faktískt að því, svo kemur Jesú sem á að frelsa okkur.. hvað gerðist rústaði guðinn vondi því plani
Auðvitað drap kaþólska kirkjan allt þetta fólk eins og hún hefur alltaf gert ef hún hefur haft vald til þess.
http://en.wikipedia.org/wiki/Cathars
DoctorE (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 15:34
Þú trúir því? Sjúbb! " ...að átakanlega sé hann vondur þessi heimur..." Megas.
Auðun Gíslason, 18.3.2008 kl. 15:45
Jesús hafnaði ekki lögmálinu, hann uppfyllti það
Árni þór, 18.3.2008 kl. 19:52
Auðun, í Nýja testamentinu eru mörg dæmi um það að Jesús brjóti gegn túlkunum faríseanna á lögmálinu, það er munur á því og að brjóta gegn lögmálinu.
Þetta er stórundarleg túlkun hjá Þórhalli, ég held að það sé lítið mark takandi á söguskoðunum hans. Þórhallur vísar í Mt 5.17, en í næsta versi segir Jesús:
Finnst þér þetta virkilega hljóma eins og hann "hafni lögmáli gyðinga"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2008 kl. 20:09
Það eru fleiri en Þórhallur, sem túlka kenninguna svona. En,þar sem ég veit, að Hjalti Rúnar og Trú, von og kærleikur eru báðir fylgjendur lögmálsins, að þeir brjóti það ekki í dag og ekki á morgun! Við Þórhallur getum borðað okkar slátur á meðan.
Eitt vil ég benda lesendum þessara athugasemda á, að sem fyrr er lögmálsdýrkendum mun meir umhugað að verja lögmálið en kærleikann! En það verður að sjálfsögðu að fyrirgefa þeim það. Það sem hjartanu er kærasr er tungunni tamast!
Auðun Gíslason, 18.3.2008 kl. 20:49
Hjalti! Er það ekki kýrljóst að ekki má vinna á hvíldardegi skv. lögmálinu. Það er tekið alveg skýrt fram og hafið yfir túlkanir. Það er líka kýrljóst skv. lögmálinu, að menn eru slegnir blindu og á þeim dynja alskyns sjúkdómar og fatlanir vegna synda þeirra. Það er ekkert sérstök túlkun Farísea. Það er líka skýrt skv. lögmálinu að ekki má éta slátur eða annan innmat og ekki blanda mjólk saman við kjötmáltíð. Og ekki nota sömu áhöld við eldamennsku kjöts og mjólkurmatar. Þessu meðal annars fygja þeir í Ísrael í dag og ekki eru þeir Farísear. Ef maður étur velling og slátur með er maður syndari skv. lögmálinu. Vei yður syndarar!
Auðun Gíslason, 18.3.2008 kl. 20:59
Auðun, hvernig túlkar þú "ekki einn smástafur eða stafkrókur mun falla úr lögmálinu" og að "hver sem brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það mun kallast minnstur í himnaríki"? Finnst þér, eins og Þórhalli, að þarna sé verið að boða afnám lögmáls gyðinga?
Ef Jesús boðaði virkileg afnám lögmálsins, getur þú (eða Þórhallur) þá útskýrt fyrir okkur hinum hvers vegna kristnir deildu um hluti eins og umskurn og óhreinan mat eftir dauða hans?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2008 kl. 21:02
Er það ekki kýrljóst að ekki má vinna á hvíldardegi skv. lögmálinu. Það er tekið alveg skýrt fram og hafið yfir túlkanir.
Hvað "vinna" táknaði nákvæmlega var umdeilt.
Endilega útskýrðu þetta betur.
Og hvernig tengist þetta Jesú?
Og ég vil endilega heyra túlkun þína á Mt 5.18-19
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2008 kl. 21:06
Þetta er lögmálið sem þú ert sannfærður um að sé í gildi. Lestu Efesus 2. 14-15. Hvernig túlkar þú það?
Auðun Gíslason, 18.3.2008 kl. 21:36
"Því hann er vor friður. Hann gjörði báða að einum og reif niður veggginn, sem skildi þá að, fjandskapinn milli þeirra.Með líkama sínum afmáði hann lögmálið með boðorðum þess og skipunum til þess að setja frið og skapa í sér einn nýjan mann úr báðum."
Auðun Gíslason, 18.3.2008 kl. 21:45
"Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni" Önnur Mósebók 20:4.
"Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér, engar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eða því, sem er á jörðu niðri, eða því, sem er í vötnunum undir jörðinni." Þriðja Mósebók 5:8.
Ég sé að sumir sem er trúaðir á að lögmál Mósebókar sé enn í gildi setja myndir á bloggið hjá sér. Svo sem myndir af sjálfum sér. Hvað á þetta að þýða?
Auðun Gíslason, 18.3.2008 kl. 21:53
Nei, ég held ekki að neitt lögmál sé í gangi. Ég held hins vegar að það sé augljóst að orðin sem eru einkuð Jesú í fjallræðunni boði það að lögmálið sé í gildi.
Ég get alveg fallist á það að höfundur Efesusbréfsins hafi boðað það að lögmálið væri ekki lengur í gildi.
En hvað er Jesús að segja í Mt 5.18-19? Þetta er í sjálfri fjallræðunni, þú hlýtur að hafa einhverja skoðun á þessum versum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2008 kl. 23:20
Við getum ekki haldið boðorðin/lögmálið í eigin mætti, en þegar maður meðtekur fyrirgefningu Jesús Krists þá kemur hann og uppfyllir það innra með manni sem lögmálinu er ógjörlegt
Árni þór, 18.3.2008 kl. 23:21
Engin getur fylgt lögmálinu fullkomlega, nema einn, Jesú. Með því uppfyllti hann lögmálið! Með því að brjóta gegn einu atriði lögmálsins brýtirðu gegn öllu lögmálinu, sbr. tilv. vers úr Mósebók. Fyrir Jóhannes var lögmálið, eftir hann kom náðin og sannleikurinn. Sá sem er undir náð er ekki undir lögmálinu, því er lögmálið ekki í gildi fyrir þann sem lifir í náð Jesú krists. Gyðingar er undir lögmálinu, þeir því ofurseldir synd. Sá sem lifir undir náðinni þarf í raun aðeins Tvöfalda kærleiksboðorðið! Ég held að lögmálið uppfyllist í lífi kristinna í þessu boðorði. Elskaðu Guð, og náunga þinn einsog sjálfan þig. Lögmálsdýrkendur meðal kristinna virðast ekki treysta á náð Jesú krists og þykjast því hlýða og fylgja lögmálinu. Þeir eru hræsnarar, sbr. ber ofansagt. Og eru undir synd lögmálsins. Syndinni sem Jesú tók á sig með dauða sínum. Fórnaði líkama sínum fyrir alla synd þeirra sem á hann trúa og gerði staðfesti þannig nýjan Sáttmála. Og tók þannig á sig ok/byrði lögmálsins (?). Spurning: Getur maður lifað bæði undir lögmáli og undir náð Jesú krists? Annars getur verið að mín tilfinning eða hvernig ég skil þetta sé ekki hin kórrétta, en það gerir ekkert til, ef maður er undir náð!
P.s. Afsakið biðin, Hjalti. Stundum þarf að sinna fleirru en gamanmálum!
Auðun Gíslason, 19.3.2008 kl. 02:15
Ef lögmálið er ekki í gildi í lífi kristinna hefur það þá ekki verið afnumið úr lífi kristinna manna. Ógilt! Menn geta orðað þetta á þann eða hinn veginn, ef þeir endilega vilja. Einhverjir ganga svo langt að segja, að til þess að þekkja mun á réttu og röngu verði maður að þekkja lögmálið! Hvað er rétt og hvað rangt, fer svolítið eftir því hvar maður býr, ekki satt?
Auðun Gíslason, 19.3.2008 kl. 02:36
Átti þetta að vera útskýring á Mt 5.18-19?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.3.2008 kl. 12:21
Greyið mitt! Þetta er mín skýring, og hún fellur í aðalatriðum að skýringum, að minnsta kosti, sumra guðfræðing. Meira er í raun ekki um málið að segja. Sáttur? En svolítið hrokafullur?
Auðun Gíslason, 19.3.2008 kl. 16:22
Aðeins ein leiðrétting, Hjalti. Þú talar um "söguskýringu" Þórhalls. Þetta er ekki söguskýringi; þetta er skýring sem fellur undir guðfræði, ekki sagnfræði.
Auðun Gíslason, 19.3.2008 kl. 16:27
Ég veit nú ekki hvort ég ætti að svara þér fyrst þú virðist frekar vilja leggjast í drullupollinn og kalla mig grey. En í þessari útskýringu þinni vantaði allar vísanir í það sem þú sagðist vera að útskýra. Í textanum kemur alveg fram þín skoðun á lögmálinu og öllu því.
En þú minnist ekkert á orð Jesú í Mt 5.18-19
Hann segir til dæmis að sá sem kenni einhverjum að brjóta eitt minnsta boðorð í lögmálinu verði kallaður minnstur í himnaríki. Kennir þú fólki að brjóta t.d. lögin um hreinan og óhreinan mat?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.3.2008 kl. 01:30
Hjalti minn! Þú virðist ekki skilja það, að ég tel mig ekki undir lögmáli. Þannig að ef þú hefur svona mikla þörf fyrir að diskutera lögmálið verður þú að finna einhvern annan til þess! Hér er á síðunni eitt vers úr Passíusálmum, sem þú ættir að lesa snöggvast yfir. Einnig er hér í athugasemdum við færsluna Hann hefur ekki... athugasemd frá mér, sem gæti verið gott að lesa.
Annars er svolítið merkilegt að mestu textarýnendur í trúarbragðarit svokallaðir trúleysingjar. Þeir eru oft verri en bókstafstrúarmenn nokkurn tíma! Trúleysingjar eru mjög merkilegir að mörgu leyti. Þeir rökstyðja t.d. oftast trúleysi sitt með tilvitnunum/tilvísunum í trúarrit ýmiskonar. Þeir krefjast þess að allir trúaðir séu bókstafstrúar. Þeir eru afskaplega ósveigjanlegir í túlkun sinni. Þeir eiga sem sagt ýmislegt sameiginlegt með bókstafstrúarmönnum allra trúarbragða!
P.s. Varðandi það að ég kallaði þig "Greyið mitt", þá átti það að vísa til þess hroka þíns, sem birtist í færslunni þinni á undan: "Átti þetta að vera..."
Sáttur? En svolítið hrokafullur?
Auðun Gíslason, 20.3.2008 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.