23.4.2008 | 17:47
Að mótmæla er réttur okkar í lýðræðislegu þjóðfélagi!
Mótmæli gegn háu olíu- og bensínverði eru í raun mótmæli gegn skattpíningarstefnu ríkisstjórnar. Nær 50% af verðinu rennur í ríkissjóð. Óþarfi af varðhundum kerfisins að ganga af göflunum. Hvort heldur er hér á blogginu eða í löggunni. Löggan hefur það hlutverk að halda uppi lögum og reglu en mér sýnist hinir svartklæddu hafa gengið of langt. Satt best að segja blöskrar mér ofbeldið. Að fá grjót í ausinn verandi í löggunni er einsog hvert annað vinnuslys. Og ekki hófust ýfingarnar á því er það. Fór ekki löggan of geyst af stað í dag vegna þess að hún var snupruð í gær? Ekki virtust allir þjónar laganna alveg í jafnvægi. Eiga þetta ekki að vera þrautþjálfaðir menn. Þeir minntu mig mest á Gvend Kúlu hér í gamla daga, ekki í jafnvægi, æstir í hasar. Sanna sig fyrir Bjössa og Jóhannessen eftir klúðrið í gær!
Bloggarar sem eru að fárast yfir þessum mótmælum skilja e.t.v. ekki alveg lýðræðið, sem komst á með mótmælum, uppreisnum og byltingum!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.