Úps!

Ég vona, að frásögn af fyrirlestri Ólafs hafi eitthvað skolast til!  En kannski eru allar fegurstu og mannvænustu borgir Evrópu bara söfn og ekki fyrir fólk.  Eða hvað er allt þetta fólk að gera í Róm og París.  Búdapest og Prag.  Barcelóna og svo framvegis.  Ef rétt er eftir Ólafi haft þá er hann einfaldlega bullukollur!  Hvað varðar þetta tónleikahús vona ég að það verði ekki eins forljótt og flestar þessar nýju byggingar í borginni, þar sem metnaðarleysið hefur verið alsráðandi.  Enn eitt klúðrið og hönnuðum sínum til skammar.   Ekki eru þær aðlaðandi; kaldar, grár og svartar, og litað gler!  Það kemur svo bara í ljós, hvort tónlestarhúsið gerir eitthvað fyrir mannlífið í borginni eða verður bara eitthvert dautt ferlíki fyrir snobbliðið!

Ólafur ætti kannski að bregða sér í ferðalag til menningarborga heims áður en hann tekur þátt í næstu ráðstefnu um borgir og líf í borgum!

Hver er hann annars þessi Ólafur Elíasson?  Er hann sérfræðingur í hönnun borga og borgarmenningu, eða er hann myndlistarmaður af dönskum ættum?


mbl.is Borgir eiga ekki að vera söfn eða minnisvarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Hofi á Akureyri er flott menningahús

Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 27.4.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband