Almenningur skilur...

... það mæta vel, en skilur löggan það?  Ég er farinn að efast um að löggan skilji yfirleitt hlutverk sitt í þjóðfélaginu nógu vel!  Það er nefnilega misjafn sauður í öllu fé.  Skemmdarvargar og þjófalýður veður uppi í borginni.  Löggan hefur lítið aðhafst fram að þessu gegn veggjakroti.  Tilkynni maður skemmdarverk er ekkert gert i málinu.  Sama með þjófnaði.  Hér í Rauðarárholtinu er öllu stolið sem ekki er hreinlega naglfast,  7-8 ára smápjakkar kveikja í (og eru ekki meiri óvitar en svo að þeir hlaupa burt, þegar þeir eru staðnir að verki).  Bílar eru skemmdir.  Hvað gerir löggan?  Viðbrögðin eru þannig að ég, undirritaður, nennti ekki að hringja í lögguna þegar bakkað var á bílinn minn í vetur (það þarf ekki að taka fram að jeppaeigandinn lét sig hverfa, einsog smápjakkarnir). 

Vandamálið er kannski almennt virðingarleysi fyrir lögunum, virðingarleysi fyrir fólki og eigum þess.  Meðan þeir, sem eiga að framfylgja lögunum vilja ekki láta trufla sig með smákvabbi ýmiskonar, s.s. tilkynningum um veggjakrot, hjólaþjófnað, skemmdarverk á bílum, unglingafyllerí og fleira og fleira, þá verður þetta bara einsog hvert annað "slömm", þetta sem við köllum höfuðborg.

Það sem almenningur þarf að fara að gera er að ala upp börnin sín.  Kenna þeim virðingu fyrir sjálfum sér og náunga sínum, og eigum annarra.  Og reyndar þurfum við almennt að fara að tileinka okkur annan hugsunarhátt í þessa veru.  Það er nefnilega spurning, hvernig fólk það er sem vill búa í "slömmum," Þar sem skemmdarverk og þjófnaðir eru taldir sjálfsagt mál.  Aðalatriðið að komast upp með það.  Komast upp með að stela, keyra utan í bíl náungans, "spreyja" á eigur hans, kjafta í farsímann í akstri og keyra yfir á rauðu, kveikja í sinu í skóglendi, kveikja í ruslatunnunni hjá nágrannanum, sparka speglana af bílnum hans og svo framvegis. 

Hverskonar fólk er það sem ekur burt af skólalóðum kjaftandi í farsímann með barnið við hliðina á sér eða afturí?   Er það ekki fólk sem vill búa í "slömmum", þar sem lögbrot og virðingarleysi er sjálfsagt mál?  Fólk sem á börn sem kveikir í og stelur með "spreybrúsann" í rassvasanum?

Og nú er búið að stela ruslatunnunni!  Á ég að hringja í lögguna?

Til hvers?

 


mbl.is Röktu slóð krotaranna frá miðborg upp í Hlíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

löggan er búin að hrópa úlfur úlfur ansi oft:

http://www.dv.is/frettir/lesa/8101

það er ekki skrítið að virðingin fyrir henni hafi minnkað, svo til viðbótar er næstum ekkert tekið á ýmsu "smálegu" einsog þú segir... 

halkatla, 29.4.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband