27.5.2008 | 11:47
Frelsisást Lýðræðiseigendanna í Flokknum!
Það er slæmt að ekki skuli hægt að fá það sannað eða afsannað, að svona "skemmtilegheit" séu ekki enn stunduð af valdamönnum þeim, sem belgja sig af lýðræðisást sinni. Hér er að sjálfsögðu átt við forystumenn Sjálfstæðisflokksins og þeirra tengdalið, einsog Ríkislögreglustjóra. En illan bifur hef ég á öllu þessi liði. Einsog maðurinn sagði, þeim er ekki treystandi fyrir tíkalli yfir götu! Valdið spillir! Embætti Ríkislögreglustjóra vex og virðist lifa og dafna alveg óháð vilja og vitundar fjárveitingarvaldsins, Alþingis. Mig grunar, að Lúðvík Bergvinsson hafi túlkað skoðun margra (sem kosið hafa að þegja) á þessari hræðilegu stofnun: Leggjum niður embætti Ríkislögreglustjóra! Og það áður en það er um seinann!
32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.