27.5.2008 | 16:20
Ísrael. Ýmis kort sem segja sögu.
1940 voru gyðingar 30% af íbúum landsins og talið að þeir hafi átt 28% landsins.
Gyðingar fengu 55% af landinu. Palestínumenn 45% Gyðingar voru á þessum tíma um 30% íbúanna. Nú búa Palestínumenn á 22% landins á Gaza of Vesturbakkanum. Mismuninn hafa Gyðingar tekið með hernaði. Ekki þarf að tíunda við hvernig aðstæður hinn almenni borgari býr. Hertekið svæði er merkt sem Ísraels land á opinberum kortum, enda stendur ekki til að skila þessu landa til fólksins, heldur á það að verða Ísraelskt land til frambúðar. Til eru menn í Ísrael og annarsstaðar, sem segja að nú muni styttast í að Ísraelsmenn hefji skipulega að myrða íbúana (þjóðarmorð). Það sé aðeins rökrétt framhald af því sem á undan er gengið og í samræmi við það að landið eigi að vera land Gyðinga. Meðal þeirra sem hafa nefnt þetta er Jón Baldvin Hannibalsson á Speglinum á RÚV. Ilan Pappé er Íraelskur ríthöfundur og Gyðingur af þýskum foreldrum fæddur í Haifa 1954. Hann hefur skrífað um þessi mál, þ.e. þjóðernishreinsanir og þjóðamorð Ísraela á Palestínumönnum á Gaza og Vesturbakkanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.5.2008 kl. 09:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.