Hreint út sagt ótrúlegt! En því miður satt!

Enn kemur í ljós að í lögreglunni eru einstaklingar, sem einfaldlega eru ekki starfi sínu vaxnir vegna andlegs ójafnvægis.  Í gangi hefur verið undirskriftalisti á netinu (settur þar af háskólanema) gegn því að lögreglan fái í hendur rafbyssur.  Er lögreglumönnum treystandi fyrir svoleiðis verkfæri?  Ekki virðist svo vera miðað við frammistöðu lögreglumannsins á myndskeiðinu.  Nýlega fengu landsmenn að horfa á lögregluofbeldi í sjónvarpsfréttum, þegar lögreglan hélt sýnikennslu í því hvernig ekki á að bregðast við mótmælendum.  Hér er ég að tala um trukkamótmælin.  Náttúruverndarsinnar fengu svo að kenna á því á sínum tíma.  Þetta er gömul saga og ný.  En þetta mál verður að fá sína eðlilegu meðferð hjá yfirvöldum.  Ofbeldi gegn börnum og unglingum af hálfu lögreglu er ólíðandi!

Eitt hefur vakið athygli mína í sambandi við andmælin gegn rafbyssunum.  Hægrisinnar á trúarbragða blogginu gera stólpagrín að öllum undirskriftalistum.  Og meðal annars þeim sem beinist gegn rafbyssunum.  Spurning hvort þeim finnst óþarfi að þegnarnir geri kröfur til yfirvalda. 


mbl.is Lögregla fer yfir atvik í 10/11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, því miður eru til lögreglumenn sem eru ekki starfi sínu vaxnir. Ég tók samt eftir því að þessi ákveðni lögreglumaður, sem virðist alls ekki starfi sínu vaxinn, notaði hvorki táraúða né kylfu þó svo að hann hefði bæði við hendina.

Þú talar um að fólk hafi fengið sýnikennslu í því hvernig ætti ekki að bregðast við mótmælendum. Hvar sjáum við hvernig á að bregðast við? Hjá frönsku lögreglunni? Dönsku? Bandarísku? Eftir því sem ég best veit þá ganga þær sveitir jafnan mun harðar fram. Kannski ættu bara að ganga listar milli fólks um það hvernig það vill að tekið sé á því.

Það vill enginn hafa stráka með minnimáttarkennd sem vilja bara komast í búning í lögreglunni. Standardinn á að vera hár og við eigum að gera kröfur og hæfustu mennirnir ættu að vilja vera í lögreglunni. Ég held að mikilvægt skref í rétta átt væru hærri laun til þess að gera starfið eftirsóknarverðara. Það lifir enginn á hugsjóninni einni saman.

Bergur (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 18:00

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Hvar sjáum við hvernig á að bregðast við?  Spyrðu, og tekur svo dæmi frá útlöndum.  Ég veit nú ekki hvort við þurfum endilega að fara til útlanda til að vita svona nokkurn veginn, hvernig fara á meðalveginn.  Annars af því þú nefnir frönsku lögguna, þá tala menn að í gamla daga þega stúdentauppreisnin 1968 stóð yfir hefði lögreglustjóri Parísar bjargað því að ekki fór allt í háaloft.  Hann gætti meðalhófs þegar hann stjórnaði liði sínu.  Beitti ekki þeirri hörku, sem hefði mátt búast við.  Og ekki meiri hörku en þurfti.  Það gerði lögreglan ekki um daginn gagnvart trukkamótmælum og ekki í 10-11.  Í þau skipti fóru aðgerðir lögreglu langt fram úr nauðsyn og langt fram úr því hófi sem þarf að vera í þessu starfi:

Auðun Gíslason, 27.5.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Alls ekki ótrúlegt, þetta er ekkert nýtt, en gott að þetta náðist á videó, annars hefði enginn hlustað á drengina.

BB&CO eru að reyna að innleiða svona " scare tactics" í anda alræðisvaldsins.

Haraldur Davíðsson, 28.5.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband