12.6.2008 | 13:59
Grunnhyggni?
Miðað við ástandið þá má segja að það sé grunnhyggni, að halda því fram að þakka megi stýrivöxtum lækkandi verðbólgu. Stýrivextir eiga jú að hafa áhrif á lánavexti og lán hafa nú um nokkurt skeið ekki fengist í bönkum. Þannig að frekar má segja, að lánsfjárskorturinn sé farinn að hafa áhrif og stýrivextir seðlabankans koma þar hvergi nærri. Að það sé farið að sverfa að heimilunum í landinu má svo "þakka" óðaverðbólgunni, sem hefur hækkað svo greiðslubyrði af húsnæðislánum heimilanna, að margur hefur ekki lengur efni á éta. Menn verða að athuga að meginþorri almennings hafði ekki úr miklu að moða og nú hefur enn verið þrengt að þessu fólki sem ekki hefur 2x500.000 krónur í mánaðarlaun og ekki hefur ekið um á 5-10 milljón króna bílum. Og þessi meginþorri almennings mátti hreinlega ekki við þessum efnahagslegu hryðjuverkum sem dunið hafa á honum.
Háir stýrivextir farnir að bíta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þetta sé alveg hárrétt athugað hjá þér!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.6.2008 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.