12.6.2008 | 23:04
Djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu?
Á ég að trúa því að starfsmenn Tryggingastofnunar geti starfað hjá stofnuninni djúpt sokknir í fíkniefnaneyslu árum saman án þess að nokkur taki eftir því? Eru kannski fleiri starfsmenn TR djúpt sokknir í fíkniefnaneyslu? En það er gott að innra eftirlit stofnunarinnar hefur verið elft. TR hefur nefnilega frekar grunað bótaþega stofnunarinnar um græsku og óæskilegt líferni en sína eigin starfsmenn. Hér eftir verða starfsmennirnir vonandi teknir í lyfjapróf reglulega og bankareikningar þeirra og skattframtöl skoðuð vandlega. TR lætur ekki taka sig í bólinu aftur? Eða hvað?
Í fjárþröng og djúpt sokkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.