27.6.2008 | 03:57
"Hvaða andskotans máli...."
Aðstoðarmaður Össurar virðist hafa gleymt mannasiðum sínum að þessu tilefni. Einar Karl Haraldsson er einn af þessum mönnum sem gjarnan setur upp helgislepjusvipinn þegar rætt er um Landið með stórum staf, Ísland, og Guð og Kristni líka með stórum staf. Nú er kominn á hann annar svipur, nefnilega svipur valdsmannsins eftir að hann komst í hóp stjórnmálaelítunnar, en þangað hefur hann lengi langað. Ekki verður vart lítillætis hjá honum frekar en fyrridaginn!
Hvernig stendur á því að stjórnmálastéttin/elítan á Íslandi hefur þetta viðhorf til fjölmiðla? Hefur þetta fólk eitthvað að fela eða er því ekki ljóst hlutverk fjölmiðla í lýðræðisþjóðfélögum? Finnst þessu fólki kannski að okkur hinum komi ekkert við hvað það er að aðhafast? Lítur þetta fólk á sig sem einhverskonar yfirstétt, sem ekki þarf að gera grein fyrir verkum sínum og athöfnum? Eða birtist hér fyrirlitning valdastéttarinnar á fjölmiðlum og fólkinu í landinu? Hverskonar framkoma er þetta eiginlega, sem þetta lið er farið að temja sér? Ítrekað fáum við fréttir af dónaskap og hortugheitum stjórnmálastéttarinnar í garð fjölmiðla, og þá um leið í garð okkar sem viljum fylgjast með því, hvað valdhafar eru að bauka í okkar nafni. Það er nefnilega þannig í lýðræðisþjóðfélögum, að stjórnmálamenn eru í vinnu hjá okkur hinum. Þiggja vald sitt og laun frá þjóðinni. En því hafa þeir greinilega alveg gleymt og hafa tileinkað sér hugarfar horfinna valdsmanna, sem þágu vald sitt frá Guði!
Viljayfirlýsing framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Valdagræðgin er systir fasismans, svo þetta kemur ekki á óvart svosem.
Sannleikanum verður hver sárreiðastur.
Haraldur Davíðsson, 27.6.2008 kl. 04:12
Eitthvað er það!
Auðun Gíslason, 27.6.2008 kl. 04:13
Það er bara siður á Íslandi að valdsmenn tali niður til fólks.
Það er líka siður í Simbabve. Og Idi Amin átti þetta til.
Árni Gunnarsson, 28.6.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.