1.7.2008 | 21:51
Þarf að stofna félag um umferðaröngþveitið á höfuðborgarsvæðinu?
Hér á svæðinu er allt stopp. Sæbraut og göng undir sundin er framkvæmd sem sífellt flækist um í öngstræti kerfisins. Samgöngumál höfuðborgarinnar eru ofurselt kjördæmapoturum á þingi og í ráðuneytum. Og þar sem við Reykvíkingar kusum R-listann frekar en að kjósa yfir okkur erfðaveldi Sjálfstæðisflokksins hér í borginni á sínum tíma lentum við í skömm hjá Samgöngumálaráðherranum þáverandi úr Hólminum. Og ekkert gerðist í langan tíma. Nú er kominn annar kjördæmapotari af landsbyggðinni í stólinn í Samgönguráðuneytinu. Og þá er leiðin greið fyrir Vaðlaheiðargöng. Og í framhaldinu verða svo fleirri framkvæmdir í kjördæmi ráðherrans. Nú þurfum við að stofna félag um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Það er best að nafnið sé lýsandi, einsog nafn félagsins fyrir norðan, Greið Leið. Hér er tillaga að nafni á félagi um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu, sem er lýsandi: Félag um umferðaröngþveitið á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir síhækkandi orkuverð er ástandið þannig, að í stað eðlilegra samgangna hér í Reykjavík, ríkir hér viðvarandi öngþveiti í samgöngumálum! Leysum málið! Stofnum félag um umferðaröngþveitið!
Greiðri Leið heimilt að ganga til viðræðna við samgönguyfirvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Félag um umferðaröngþveiti hjómar eins og það sé að berjast fyri rmeiri öngþveiti, og aðferðirnar væru breikkun vega fjölgun mislæga gatnamóta, fækkun ferða í strætó, og banna hjólreiða á götum. En það er hið öfuga sem við þurfum. Og vísir að samtökum eru til :
- Samtök um bíllausan lífsstíl , stofnuð í maí og þegar með 880 skráðir Íslenskir aðilar á Facebook
- Landssamtök hjólreiðamanna, með aðildarfélög sem telja um 400 aðila
Fyrrnefndi samtök er sem sagt bara tií Facebook, og nafnið gefur ekki rétta mynd af markmiðunum. En hér eru þau :
Tilgangurinn er margþættur, allt frá því að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið og draga úr útblástursmengun og yfir það að skapa líflegra og mannvænna borgarumhverfi.
Í hópnum er fólk sem bæði lifir bíllausum lífsstíl og þeir sem gjarnan vildu gera það, ef aðstæður til þess væru betri.
Hópurinn er þverpólitískur, og leggur því meiri áherslu á að berjast fyrir réttindum þeirra er kjósa sér bíllausan lífsstíl fremur en sértækum og hugsanlega umdeilanlegum lausnum.
Hópurinn mun því berjast fyrir eftirfarandi atriðum:
að borin sé virðing fyrir almannarými á borð við gangstéttir og torg, og að sektir fyrir ólöglega lögðum faratækjum séu sambærilegar á við það sem gerist í nágrannaborgum og að sektað sé allan tíma sólarhringsins,
að gætt þess verði að stofnæðar trufli sem minnst nærliggjandi byggð,
að draga úr niðurgreiðslum til handa bílandi á formi gjaldfrjálsra bílastæða við stofnanir, verslanir og fyrirtæki, óbeinnar gjaldtöku af umferðarmannvirkjum og hverju því sem dregur úr samkeppnishæfni annarra valkosta við einkabílinn,
að hvetja til þess að lagðir séu göngustígar og hjólabrautir með sambærilegum metnaði og götur fyrir bíla,
að umferðaræðar verði skipulagðar sem breiðstræti ekki síður en hraðbrautir þar sem við á,
að almenningssamgöngur fái sérakreinar á stofnæðum þar sem hætta er á biðraðamyndun og töfum,
að lögð verði enn meiri áhersla á skjólmyndun með trjágróðri en nú er.
Hópurinn mun einnig kynna kosti þess að lifa bíllausum lífsstíl fyrir þá sem ekki gera það í dag, hvaða áhrif það hefur á líf þess og nærumhverfi og hvetja fólk til að breyta um lífsstíl eftir fremsta megni.
Morten Lange, 2.7.2008 kl. 01:30
Ég er greinilega ekki nógu fyndinn fyrir hjólreiðamanninn. Almenningssamgöngur hér í borginni er eitt stóru vandamálanna í umferðaröngþveitinu. En vera með barn/börn hér í borginni er eitt vandamálanna. Eftir skóla tekur við keyrsla með þessi grey um víðan völl vegna tómstundarstarfa og listalærdóms. Kór hér, flaututími þar og hljómsveitaræfing á enn einum staðnum, sem dæmi. Sé mig ekki fyrir mér með krakkann á hjóli um hávetur í misjöfnu veðri að ferðast milli hverfa!
Annars átti þessi pistill frekar að vera spaug til að reyna að vekja athygli á lélegri frammstöðu yfirvalda viða að leysa samgöngumál höfuðborgarsvæðisins. Sem kemur berlega fram í nýrri samþykkt úr Garðabænum.
Auðun Gíslason, 2.7.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.