Haukur Guðmundsson í Kastljósi. Enn ein rangfærslan!

Fyrsta griðland

Reglan um fyrsta griðland
Stundum eru gildar (persónulegar) ástæður fyrir því að flóttamenn sækja ekki um vernd í fyrsta griðlandi. Flóttamenn sækja til að mynda ekki um hæli í fyrsta griðlandi ef þeir telja að hælisumsókn þeirra fái þar ekki réttláta málsmeðferð eða að réttindi þeirra sem flóttamenn verði ekki í heiðri höfð.  Dómstólar hafa tekið undir þetta sjónarmið. Til dæmis segir í bandarískum dómi frá árinu 2003: „Þessi dómstóll hefur áður haldið því fram að flóttamenn þurfi ekki að sækja um hæli í fyrsta landi sem hann kemur til. ... Frekar, það er „fremur skynsamlegt„ fyrir einstakling sem flýr ofsóknir „að leita nýs heimalands sem er einangrað frá óstöðuleika [eigin heimalands] og bíður upp á heillavænlegri efnahagslegri möguleika" ... [Við höfum áður haldið því fram] að „[o]kkur finnist það ekki mótsagnarkennt að sá sem heldur því fram að hann sé ofsóttur og flýr heimaland sitt fari til þess lands sem hann heldur að högum sínum verði best háttað."

 

Þessa stuttu grein fá finna á vef Rauða Kross Ísland.  Ég spyr mig, hvað það er sem stjórnar gerðum íslenskra valdsmanna og embættismanna þeirra (sic) í málum sem þessum.  Ef ekki harðýðgi hjartans, hvað þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband