5.7.2008 | 20:24
Haukur Guðmundsson í Kastljósi. Ein rangfærsla enn!
Haukur Guðmundsson forstjóri Útlendindastofnunar: "Þó hann (Paul Ramses) þekki fólk á Íslandi...!
Lydia Henrysdóttir og Paul Ramses eru systrabörn. Lydia hefur búið á Íslandi í 14 ár! Paul Ramses vann um eins árs skeið hjá AUS! Paul Ramses var starfsmaður ABC-barnahjálpar í Kenya og kom þar á stofn skóla! Væntanlega hefur hann kynnst Íslendingum í þessum störfum sínum. Forystumenn ABC eru bara ekki eitthvert fólk útí bæ. ABC stendur fyrir hjálparstarfi í Afríku, Asíu og í Ameríku og ber hróður landsins víða og betur heldur en sumir jakkafata-jóar í ráðuneytum og embættum landsins. Starf ABC vekur virðingu og aðdáun hjá hverjum sem kynnst hefur því. Fyrir þessi samtök hefur Paul Ramses starfað. Kannski Hauki Guðmundssyni finnist þetta að vera, að þekkja eitthvað fólk á landinu? Þetta fólk hefur borið hróður landsins víðar og betur og nýtur meiri virðingar þeirra sem til þekkja heldur en Haukur og Björn Bjarnason geta nokkur tíma vonast til að njóta!
Hvað varðar þessa Dyflinarreglugerð, þá er hún ekki hafin yfir gagnrýni og ekki þarf að beita eða túlka innihald hennar með þeim hætti sem valdsmenn hafa gert. Það er ekki skylda skv. henni að snúa hælisleitendum til fyrsta lands, eins og valdsmennirnir halda fram. Það er blekking!
Auk þess má vísa til útlendingalaga, þar sem áhersla er lögð á mannúð og mannréttindi. En það er kannski þessi tilfinningasemi sem valdsmaðurinn Björn Bjarnason talar um á bloggi sínu. Allt í lagi, þá er það tilfinningasemi að vilja frekar sjá mannúð og mannréttindi en kalda "skynsemi" þess að framfylgja lagabókstaf (sem hægt er að túlka á ýmsa vegu, sbr. reglugerðina) af harðýðgi hjartans. Það hefur líklega verið þetta sama viðhorf valdsmannsins sem réð því að héðan voru sendir Gyðingar beint í gasklefana á sínum tíma. Megum við þá ekki biðja um meiri tilfinningasemi í heiminn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.