5.7.2008 | 21:06
Björn Bjarnason finnur hálmstrá.
Nú heldur Björn Bjarnason því fram, að Ómar Valdimarsson þekki betur til í Kenya en heimamenn. Gott hjá Birni! Hann finnur víða hálmstráin til að réttlæta sjálfan sig! Það má vel vera að ástandið hafi batnað í Kenya, en að Paul Ramses hafi einfaldlega logið því að líf hans sé í hættu snúi hann heim... Er það hugmyndin, sem Björn er að reyna koma að í bloggi sínu í dag? Kannski svolítið langt gengið vilji maður láta taka mark á sér...en það má reyna ýmislegt...
Ein spurning, herra Björn Bjarnason. Þú varst ráðherra menntamála 1995-2002. Hvernig stendur á því að þér var aðeins einu sinni boðið á lokahátíð nýbúafræðslu Námsflokka Reykjavíkur, þ.e. 1995 og síðan ekki söguna meir? Kannski þú upplýsir lesendur bloggsins um það, nú og ef ekki þá mun ég gera það á næstu dögum! Það skal tekið fram, að það var venjan að bjóða menntamálaráðherra á hátíðina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.